VELJUM ÍSLENSKT

  Það er óskaplega þungt hljóð í fólki og ég verð vör við það að fólk er farið að skoða það í fullri alvöru að flytja úr landi.   Það hefur meira að segja verið rætt á mínu heimili. Við fáum stöðugar fréttir af uppsögnum og krónan er verðlaus.   Mér finnst skrýtið að heyra engan áróður rekinn fyrir því að kaupa innlenda vöru í stað erlendrar.  En það er þó eitt sem við getum gert til að reyna að halda íslenskum fyrirtækjum gangandi.......og atvinnu fyrir fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Er einhver framleiðsla eftir í landinu? Auðvitað á að kaupa íslenskt, ef það er í boði.

Það er líka allt í lagi að flytja erlendis. Ástæða þess að ég flutti til Danmarkur á sínum tíma, var að ég var orðin útbrunnin af vinnu í síðustu kreppu. Og hef aldrei haft það betra, það voru góð skipti.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 1.10.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, alltaf að velja íslenkst sem oftast og mest, en þetta er nú samt best í bland, margir jú sem lifa á innflutningi og starfa við hann líka!En ég vel til dæmis hiklaust og vil ekkert annað en Íslenskar KONUR, elska þær dái og girnist alla daga, allan ársins hring og hugsa því með hryllingi ef þrjár kunni nú að vera að hverfa úr landi, þar að tvær sem eiga að erfa landið og allt það!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigga...maður hugsar sinn gang

Magnús það yrði mikið tap fyrir Ísland að missa mig úr landi + gemlingana mína tvo

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eldri sonurinn hringdi í mig í dag.....er alvarlega að hugsa um að flytja

Sigrún Jónsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún fólk er að bugast .....

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband