Verða Íslendingar orðnir 100 þúsund eftir eitt ár?

............Ástandið hér er ávísun á landflótta.  Klisjur eins og "traust efnahagsstjórn"  og "góðæri" virka í besta falli hlægilegar.    Engin kreppa segir Geir. En honum er nú fjarstýrt úr Seðlabankanum.

Ég held að þjóðin verði að fara að gefa stjórnvöldum spark í afturendann.

Annars gerði ég þau mistök að fara inn í 10-11 að kaupa mér Merrild kaffipakka í dag.  Borgaði litlar 725 krónur fyrir hann. 


mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl, Gleymmerei hér.

'Eg bý á Spáni og hér er maturinn mun ódýrari en á Íslandi, en evra er rosalega há og ég er sammála að Íslendingar verða að gefa þeim spark í afturendann, það er sko sat og kannski krefjast afsagnar nokkurra aðila.

Svakalega er kaffið dýrt, hérna kaupi ég kaffipakka sem kostra 2,30, evrur sem eru í krónum  351,90  það er að vísu ekki sama tegund.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við verðum komnar í "rótina" (kaffibætirinn) fyrir jól. og svo snakkar forsetinn bara um 1.des

Sigrún Jónsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já  Gleimmérei   vildi geta keypt kaffið á Spáni.  Kannski maður panti bara kaffi frá útlöndum.

Sigrún... er ennþá hægt að fá kaffibæti?

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

ég hefði sleppt kaffinu, svei mér þá! Þvílíkt okur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:27

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei Guðrún Jóna kaffilaus get ég ekki verið!!!!!  Passa bara að þurfa ekki þarna inn aftur eftir því

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

madur minn hvad tetta er dýrt.....En vid megum ekki gleyma tví ad kreppan er ekki bara á íslandi...Tad tídir ekki ad vilja flýja land vid erum líka í  kreppu hér svo tetta er international krísa gott fólk.

Gleymum tví ekki.

Knús inn í gott kvöld

Gudrún Hauksdótttir, 1.10.2008 kl. 19:11

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Íslendingar verða örugglega komnir niður fyrir þrjú hundruð þúsund um næstu áramót. Pólverjarnir eru allir orðnir atvinnulausir og eru að fara heim. Þeir voru allir með lögheimili hér, söknuður að þeim mörgum, en öðrum ekki. Tæplega verða Íslendingar þó 100 þúsund eftir ár eins og þú segir.

Haraldur Bjarnason, 1.10.2008 kl. 19:48

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jyderupdrottning  jú það er alheimskreppa....og ég vil helst búa hér.

Haraldur......mér dettur það reyndar ekki í hug   enda erum við Íslendingar hvert sem við förum  en ég er viss um að margir hverfa úr landi.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kjarri.......................trúlega hefði digur gjaldeyrisforði getað bjargað krónunni en stjórnvöld brugðust einfaldlega ekki við í tíma.  En axlar einhver ábyrgð?

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 21:06

10 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Það axlar aldrei neinn pólítíkus ábyrgð á Íslandi. Og Íslendingar hafa gullfiskaminni eins og þú sagðir.

Góða nótt.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 1.10.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða nótt Sigga...............vonandi batnar minni okkar

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 21:52

12 identicon

Það verður að gera uppreisn til þess að koma xD og xS frá völdum.... svo þarf að stofna nýjan stjórnmálaflokk... því þessir sem fyrir eru geta ekki neitt nema rifið kjaft

DoctorE (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:25

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já DoctorE ég held að okkur vanti nýjan flokk

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 22:51

14 identicon

Hvert ætla Íslendingar eiginlega að fara til þess að lifa við sömu kjör og þeir hafa lifað undanfarin ár?

Staðreyndin er sú að vesturlönd eru öll með meira atvinnuleysi en Ísland og eina starfstéttin sem vesturlöndum vantar bráðnauðsynlega að fylla er fólk með menntun í raunvísindagreinum s.s. verkfræði. Það eru nokkrar starfstétta undantekningar eins og endalaus skortur vesturlanda á hjúkrunarfræðingum.

Verkfræðingar fá ennþá hærri laun á Íslandi! (a.m.k. miðað við reynslu höfunds erlendis). Byrjunarlaun verkfræðinga/tölvunarfræðinga í Svíþjóð og Þýskalandi er í kringum 2000-2500 evrur á mánuði sem miðað við gengið núna er 300-380 þúsund krónur. Samkvæmt t.d. VR þá eru byrjunalaun verkfræðinga og tölvunarfræðinga á Íslandi á bilinu 450-500 þúsund á mánuði. Auðvitað kostar samt meira að búa og lifa á Íslandi sem jafnar þetta út.

Þessi fólksflóttahugmynd er eflaust tilkomin vegna þess hversu margir Íslendingar flúðu land í síðustu kreppu en það sem fólk virðist ekki átta sig á nú er hversu gjörbreytt umhverfi er til staðar nú til dags á vesturlöndum.  Íslenskir verkamenn síðustu kreppu áttu það á næsta víst að fá vel launaða vinnu í Svíþjóð, Ástralíu eða Bandaríkjunum, en ef þú ert verkamaður í dag er þetta happadrætti. Þú getur orðið heppin og fengið hásetapláss í Noregi og haldið jafnvel áfram að búa á ódýru Íslandi, eða þú getur neyðst til þess að koma aftur heim og vinna fyrir minni kaupkraft núna en áður vegna atvinnuleysis erlendis.

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:56

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit  Ernir.  Sem húkrunarfr. með 26 ára starfsreynslu eru launin mín í dag rúmlega 300 þús.  Jafnlangt nám og tölvunarfræði og verkfræði.  Hvað skyldi valda þessum gríðarlega launamun.  Ég veit að ég myndi hafa það betra fjárhagslega á hinum norðurlöndunum.  En ég vil vera hér.  En það vantar vinnuafl í Póllandi.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 23:41

16 identicon

Sæl Hólmdís,

Það eru margar starfstéttir á Íslandi sem fá mun lægri laun en þau eiga skilið og tel ég hjúkrunarfræðinga vissulega vera eina af þeim.  Það er þó ein af þeim starfstéttum þar sem þú getur auðveldlega fengið vinnu erlendis og notaði ég hana sem undantekningu í mínum fyrri texta. Sem menntaður hjúkrunarfræðingur getur þú flutt út og unnið fyrir mun hærri laun í til dæmis BNA og Danmörku.

Atvinnuleysið í Póllandi er núna 10% en var fyrir tveimur árum 20%. Ef þú ert svo "heppinn" að fá verkamannavinnu í Póllandi skaltu í besta falli búast við að fá helminginn af íslensku laununum þínum. Pólland verður því varla flóttaland íslensks verkafólks, því miður, því það yrði hámark kaldhæðninar.

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:37

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er vissulega kosturinn við að vera bhjúkrunarfræðingur við erum gjaldgengar allsstaðar................og atvinnuöryggið er mikið.

Sammála þér að það yrði hámark kaldhæðninnar ef íslenskt verkafólk þyrfti að flýja til Póllands.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 01:11

18 Smámynd: Beturvitringur

Á eftir fyrirsögninni: "Verða Íslendingar orðnir 100 þúsund eftir eitt ár?" .... var ég alveg viss um að kæmi ... 'og þeir þá allir af erlendu bergi brotnir'

Beturvitringur, 2.10.2008 kl. 02:24

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beturvitringur.......hahaaha  en þeir eru allir að fara

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 09:28

20 Smámynd: Beturvitringur

Hvaða lánleysingjar ætli það verði sem fara hvergi?

Beturvitringur, 2.10.2008 kl. 13:40

21 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Hólmdís mín.

Það er skortur á hjúkrunarfræðingur um allann heim. Í Danmörku er mjög mikill skortur á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og þeir geta valið um störf.

Ekkert mál fyrir þig að fá vinnu hvar sem er, bara út á þína menntun. Þegar þeir svo sjá hvað þú ert mikil kjarnorkukona, færð þú launahækkanir um leið. Það gefur auga leið. Komdu bara til mín.

Annað mál er það, að ég skil einfaldlega ekki hvað Íslendingar eru að þvælast með hann Davíð allstaðar. Sá maður á einfaldlega að fara á eftirlaun, hann er búinn að gera nógu illt af sér í 30 ár.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.10.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband