Áfallahjálp

....þarf ekki að fara að opna áfallamiðstöð fyrir allt þetta fólk sem hefur misst vinnuna sína og er að missa húsin sín.  Í viðtali við Óttar Guðmundsson í gær kom fram að geðlæknar hafi meira en nóg að gera við að sinna fólki sem glímir við andlega vanlíðan vegna kreppunnar. Væri ekki hægt að nota seðlabankahúsið sem áfallamiðstöð?  Þar væri líka hægt að opna súpueldhús fyrir svanga borgara.

Ég held að það verði að huga að andlegri líðan hjá þessari þjóð sem er í losti.  Kemur Geir í kvöld og segir okkur að það sé ekki kreppa?   Eigum við von á  því að það verði vöruskortur fljótlega?

Annars er veðrið gott.


mbl.is Tæplega 1.500 sagt upp í hópuppsögnum í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég las einhverstaðar í dag að "fjárhagslegt snjóflóð skellur á Ísland".  Það væri líka hægt að segja að "gjaldþrotahrina skekur þjóðina".

Kannski verður "áfallahjálp" lausnarorð forsætisráðherra í kvöld.

Ég deili með þér áhyggjum af andlegri líðan þjóðarinnar um þessar stundir og vona að við höfum rangt fyrir okkur

Sigrún Jónsdóttir, 2.10.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ertu Hómdís alveg 100% viss um að frummælandinn í kvöld muni bera nafnið Geir ,,Huglausi" Haarde.

Eiríkur Harðarson, 2.10.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heldurðu Eiríkur að það verði búið að fremja valdarán?  Kannski sá sami og rændi banka fyrr í vikunni og setti krónuna í frjálst fall?

Sigrún....þetta hefur áhrif á mína andlegu líðan hvað þá þá sem búnir eru að missa vinnuna.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 17:57

4 identicon

Þetta fólk getur alltaf flutt út á land þar sem húsnæði er nánast ókeypis allur kostnaður er töluvert minni. Ég efast samt um að flest þetta fólk viti af hinum byggðunum á landinu.

Jón Munda (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:41

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón Munda fólkið verður að hafa vinnu ekki satt?

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 18:47

6 identicon

Verður atvinnulausa fólkið að hafa vinnu til að geta fengið sér ódýrara húsnæði?

Jón Munda (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:18

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fólkið verður að hafa tekjur til að geta borgað húsnæði þótt ódýrt sé

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góð hugmynd þetta með að nýta Seðlabankakastalann á grunni Sænska frystihússins.  Súpueldhúsið getur verið í fundarsölunum og svo má nýta skrifstofuherbergin fyrir heimilislausa. Bílgeymslan getur verið áfram fyrir bíla þeirra sem vinna í gamla fangelsinu handan Arnarhóls. - Þetta er snjallt

Haraldur Bjarnason, 2.10.2008 kl. 20:18

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já er það ekki bara?

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 20:26

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þrátt fyrir festu og ávkeðni í ræðu háttvirts fulltrúa almúgans á landsþingi götunnar, alvarlegan og harðan tón í orðum, er ekki laust við að örli nokkuð á gráglettni innan um hjá honum líka, fröken Hólmdísi Hjartardóttur!

En það eru nýjar fregnir að þótt húsnæði í mörgum litlum bæjum hafi nánast orðið verðlaust vegna ýmisa ástæða, (t.d. og gerst hefur fyrir vestan og á Raufarhöfn) hafi þar að leiðandi eða sé ódýrara að lifa!?

Bull!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 20:27

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála Mangi minn....

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband