Hverjir eiga að axla ábyrgð?

Litla gula hænan sagði ekki ég.

Seðlabankastjórar því þeirra var að efla gjaldeyrisforðann.

Stjórnvöldum því þeirra var að efla gjaldeyrisforðann í öllu " góðærinu" sem náði aldrei til allra.

Bankarnir með sitt ofurlaunalið sem fékk milljarða fyrir það að vera til. Nú er komið að þeirra ábyrgð. Menn sem hafa haft lífslaun venjulegs fólks fyrir það að koma okkur í þrot hljóta nú að finna til ábyrgðar og koma með fé inn í kerfið.

Útrásarbarónarnir sem hafa gamblað með almannafé verða að sína ábyrgð núna og selja eignir  sínar erlendis til að afla gjaldeyris.

Almenningur.  Margir hafa lifað um efni fram.  En við almennir launþegar getum ekki tekið meira á okkur.  Og síst við sem misstum af góðærinu og höfum alltaf greitt okkar skatta og skyldur og haft lítið afgangs.

Ég vænti þess að tími ofurlauna sé liðinn. Ég vænti þess að lífeyrisréttindum embættismanna verði snarlega breytt til samræmis réttindum okkar almúgans.  Ég vænti þess að lífeyrissjóðum okkar verði hlíft við því að borga fyrir ósómann.  Auk þess legg ég til að DO verði látinn víkja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr heyr

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Sigrún ég á vísan stuðning og vice versa.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Ekki bera milljarðamæringarnir fyrrverandi neina ábyrgð.   Né ofurlaunafurstarnir sem gátu skammtað sér launin í góðærinu.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.10.2008 kl. 01:59

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Jóna ábyrgðin endar á okkur.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 02:02

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sammála! En rosalega er ég hrædd um að ríkisstjórninni takist að komast í hirlsur lífeyrissjóðanna. Það ferli er þegar hafið og hvað þá? Ég fæ hjartsláttartruflun við tilhugsunina.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna ég skelf.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 02:07

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta síðasttalda hefði ég nú haldið að ætti að vera númer eitt. DO að víkja.

Haraldur Bjarnason, 4.10.2008 kl. 07:01

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Haraldur það mikilvægt að losna við hann

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 09:32

9 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Sammála þér Hólmdís

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 4.10.2008 kl. 10:01

10 Smámynd: Sigrún Óskars

DO fór yfir strikið, ekki spurning. Það eiga að vera fagmenn í Seðlabankanum, ekki pólitíkusar - punktur.

Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 18:06

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 18:14

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta ástand er komið til fyrir hugsunarvillu hjá íslendingum, við viljum " sósíalískt " velferðarsamfélag að búa í, en við viljum fá að haga okkur eins og í ofurkapítalísku samfélagi.....þetta gengur augljóslega ekki upp.

DO er endanlega genginn af göflunum, ég mæli með vistun innan heilbrigðisstofnunar.......

Haraldur Davíðsson, 5.10.2008 kl. 13:29

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jamm Haraldur

Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband