5.10.2008 | 18:36
Þrot?
ég hélt að það lægi meira á að ræða aðra hluti. Auðvitað hefur yfirlýsing um frystingu kjarasamninga áhrif. Bankarnir og útrásarséníin eiga að selja eigur erlendis og koma með gjaldeyri inn í landið. DO verður að víkja. Það er nauðsynlegt til að skapa traust á SÍ. Setjum Þorvald Gylfason við stjórnvölin þar. Hvað þurfum við marga banka á Íslandi? Við eigum að láta eins og lífeyrissjóðir séu ekki til. Það kemur ekki til greina að hrófla við þeim. En það bráðliggur á að hækka persónufrádrátt til að bjarga fjölskyldum frá þroti. Og það þarf að afnema verðtryggingu lána.
Þetta er lausnin og það þarf ekki að eyða meiri tíma í þetta.
Æskilegt að framlengja kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get ekki verið þér meira sammála.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.10.2008 kl. 18:50
Nei Anna þú ert á lífi.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 19:28
Frysting eigna sökudólganna í fjármálageiranum, bindiskylda, afnám verðtryggingar.......allt nauðsynlegir hlutir, og Þorvaldur væri fínn í Seðlabankann, það er fráleitt að ráða þangað menn á öðrum forsendum en hæfni.
Haraldur Davíðsson, 5.10.2008 kl. 19:42
Nja, nema þá ef vera skildi í djúpum spegli sálar þinnar eftir gærkveldið haha!?
En vonandi fara sem fæstir í þrot, en þrauka bæði Þorran og Góuna!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 20:32
Það er alltaf sama rispaða LP-platan, allt er í MIKLU meira fokki séu launamenn látnir óáreittir. Hvað er maður búinn að heyra, ja þennan helv...... söng í mörg ár?
Eiríkur Harðarson, 5.10.2008 kl. 23:11
En gætu "þeir" nokkuð selt þessar eignir NÚNA? Er ekki alls staðar stífla?
Það fer allt á annan endann NÚNA og allt má til að BJARGA. Af hverju mátti ekki hrófla við bönkum, lántökum og fleirum MEÐAN (og helst ÁÐUR) þeir voru að byrja að skí.. á sig og undirbjuggu þessar slettur?
Beturvitringur, 5.10.2008 kl. 23:29
Eina ferðina enn, verða það hinir almennu launþegar sem fá að blæða, það er á hreinu
Sigrún Jónsdóttir, 5.10.2008 kl. 23:57
Ég á varla orð þeir ætla ekkert að gera til þess að bjarga fólkinu. Mér finnst að það eigi að frysta eigur milljarðamæringanna, og skoða hvernig þessir milljarðar eru fengnir. Svo þarf að ráða hæfan seðlabankastjóra, sem er hagfræðingur, eða með sambærilega menntun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2008 kl. 00:37
Halló. Færsla tvö. Hamingjuóskir kæra Hólmdís.
Nj´´ottu dagsins.
Kveðja.Magga.
magga (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 00:38
Úll la la...Til hamingju með daginn kæra Hólmdís
Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 00:40
Niðurstaða helgarinnar ótrúleg og ótrúverðug. Hvað hangir á spýtunni sem ekki þolir dagsins ljós??
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 00:58
Til hamingju, kæra Hólmdís!
Nú getur þú kveðið við raust:
Ég hef tugi fyllta fimm.
Í fjarska bíður ellin grimm.
Ævikvöldin ekki grimm
eru á næsta leiti.
Sjaldan er of seint að halda teiti.
Hallmundur Kristinsson, 6.10.2008 kl. 01:05
Takk fyrir afmæliskveðjur og allir fyrir innlit.
Magga til hamingju með þitt afmæliþ
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 01:39
Áttu Afmæli skvísa Innilegar hamingju óskir með Afmælið hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 6.10.2008 kl. 01:58
Takk Brynja
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 02:08
Innilegar hamingjuóskir. Ég á bara 2 ár og 2 Daga í sama áfanga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2008 kl. 02:30
Takk Jóna Kolbrún vog
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 02:32
úps, til hamingju með daginn..
Haraldur Davíðsson, 6.10.2008 kl. 03:12
takk Haraldur
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.