6.10.2008 | 22:48
6.ber. Ógleymanlegur afmælisdagur.
.......nokkrir aðilar hafa gert þennan afmælisdag minn ógleymanlegan og kann ég þeim engar þakkir fyrir.
Fyrst ætla ég að nefna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem gáfu vinum sínum bankana án þess að setja þeim nokkrar reglur eða hafa með þeim eftirlit.
Bankastjórar á ofur -ofurlaunum sem þeir fengu fyrir að sigla þeim og þjóðinni í þrot.
Útrásarvíkingunum sem eiga einnig þátt í að koma okkur á hausinn.
Seðlabankinn fyrir að sinna ekki þeirri skyldu sinni að auka gjalseyrisforðann á meðan það var hægt. Og sem kollsteypti okkur með afskiptunum af Glitni.
Forsætisráðherra fyrir að sofa á verðinum.
Á Íslandi hefur lengi verið hæsta matvælaverð í heim....það er ábyggilega ekki á niðurleið núna.
Hins vegar þakka ég vinum og vandamönnum sem hafa glatt mig með nærveru sinni, gjöfum og símtölum. Takk, takk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég mun alltaf vita hvar ég var stödd á afmælisdaginn hennar Hólmdísar, mánudaginn 6. október árið 2008 kl. 16.00 eða þ.u.b.
Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:53
Við eigum sem sé sameiginlegan afmælisdag Hólmdís! Til hamingju með daginn. Ekki sá bjartasti hjá okkur en ógleymanlegur.
Vonum að það verði bjartara yfir þeim næsta
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:09
Og hvar skildi hún Sigga nánar tiltekið hafa verið stödd?
En tja, erum nú kannski ekki alveg "á hausnum", en í ljósi reynslunnar þó ástæða til að tala varlega.
En, enn og aftur til lukku með daginn, unga sprund!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 23:11
Sömuleiðis Guðrún Jóna
Sigrún við munum þennan dag
Magnús takk
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 23:15
Sigurður takk fyrir það, góður dagur að öðru leyti
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 23:57
Þessi dagur verður í minningu fólksins, dagur örvæntingarinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:12
Elsku Hólmdís, hjartanlega til hamingju með þetta merkisafmæli, það mun seint fara úr manna minnum....
jenny (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 01:07
Takk Jenný
Jóna Kolbrún......ekki verður morgundagurinn síðri er ég hræddum
Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 01:57
Tralalala, ætla ekkert að kommentera á ástandið, er svo þreytt á þessu öllu, en fer nú ekki að sofa án þess að óska þér til hamingju með afmælið
Vonandi áttirðu alveg súper dag
Lilja G. Bolladóttir, 7.10.2008 kl. 03:34
Takk Lilja og Vala
Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 09:11
P.s. verð að bæta við þegar ég les fyrirsögnina þína betur, þar sem stendur 6. ber..... sonur minn á afmæli 2. nóvember, en það fannst honum heldur erfitt orð að muna þegar hann var eins til tveggja ára, búandi í Danmörku. Þannig að þegar hann var spurður að því hvenær hann ætti afmæli, þá svaraði hann alltaf hátt og snjallt: "Jeg har födselsdag anden jordbær!!"
Lilja G. Bolladóttir, 7.10.2008 kl. 20:15
Lilja ég hef alltaf átt afmæli 6.ber
anden jordber er nokkuð gott
Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.