Síðasti bankinn fallinn.

................og þá er kannski hægt að fara að taka til.  Tími ofurlauna liðinn á Íslandi.  Ástandið lagast á næstu 100 árum , missið ekki vonina.  Ríkið hefur yfirtekið þann stönduga banka Kaupþing.

 


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat Kaupþings og Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ha þann sterka banka, sem átti í litlum erfiðleikum?  Ég er svo hissa

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.10.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er búið að boða til næsta Iðnó - fundar?

Hvað næst - ætli síminn minn verði virkur á morgun?

Það er að skella á gjaldþrotahrina - við erum komin á bólakaf

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við erum sokkin því miður

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 01:58

4 identicon

Vonandi fer ekki fyrir Íslandi eins og fór fyrir Nýfundnalandi á sínum tíma. Nýfundnaland var eitt sinn sjálfstætt ríki en varð gjaldþrota og Kanada keypti þrotabúið. Ekki veit ég hvort það var betra eða verra fyrir íbúana þar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 02:22

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi það er tóm depurð á Nýfundna landi.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 02:27

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þetta var einungis spurning um tíma og þá klukkustundir og mínútur. Hvað verður með sparisjóðina? Fátt heyrist úr þeim herbúðum.Bankar eins og

Kauthing voru að velta tugum billjóna evra á síðasta ári. Hugsið ykkur fjármaginið! Maður skal ekki undra þó fjárfestar o.fl. séu ekki andvaka þó eistaklingar með sína hundrað kalla missi allt sitt, heimili, atvinnu og fjármagn. Puff! bara dropi í hafið.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband