10.10.2008 | 13:24
Örvilnan
.....stöðug berast fréttir af uppsögnum og margir hafa tapað sínu sparifé. Af hverju eru ekki stýrivextir lækkaðir strax? Af hverju er persónufrádráttur ekki hækkaður strax? Afhverju er kvótinn ekki þjóðnýttur strax? Afhverju eru ekki eigur auðmanna þjóðnýttar strax? Hversu lengi getum við greitt atvinnuleysisbætur? Námsmenn erlendis þurfa neyðaraðstoð strax.
Nú þegar hefur þetta ástand valdið óbætanlegum mannlegum hörmungum. Ég hvet fólk til að leita hjálpar hjá geðheilbrigðissviði Landspítala ef það telur sig í þörf fyrir það.
En ég hjó eftir smá bjartsýni hjá konunni....hún hvetur landsmenn til að leggja peninga inn í bankann.....er einhver sem getur það?
Ég er ekki örvilnuð enn, er barasta foxill.
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Júlíus það ríkir neyðarástand á landinu. Ma vegna gerræðis þessara auðmanna og því sjálfsög eignaupptaka til að jarga því sem bjargað verður.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 13:58
Og Júlíus....þegar hafa nokkrir svift sig lífi.....þess vegna er brýnt að bregðast við með ÖLLUM tiltækum ráðum.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 14:00
Davíð Oddson er maðurinn sem eyðilagði Ísland
Hvet ykkur til að skrifa undir
http://www.petitiononline.com/fab423/
Ragnar (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:05
Ragnar það eru margir sekir. Vissulega líka DO sem á að víkja.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.