Það er ekkert nýtt

.....að konur séu látnar taka til eftir karlana.

En það er nýtt að konum sé treyst til að vera bankstjórar......ég er viss um að það veit á gott. 2 nýir bankastjórar eru konur.   Vonandi verður það framtíðin á NÝJA ÍSLANDI. Tími ofurlauna er liðinn á Íslandi.

Væri Edda Rós  Karlsdóttir ekki góður seðlabankastjóri?

Er ekki lag núna að lögbinda hámarkslaun?

Og nú er lag að breyta lífeyrisréttindum ráðherra og þingmanna til samræmis við réttindi annara Íslendinga.


mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú líkar gamla netamanninum ræða þín, Hólmdís. Eins og talað úr mínum munni.

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir það Netamaður

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Rétt hjá þér. Við karlarnir höfum verið alltof linir við skúringarnar og því hefur þrifist alls kyns óþverri í hornunum hjá okkur. Við þurfum í framhaldinu að fá húsnæðislánin færð í upprunarlegt horf, þ.e.a.s. að þau verði ekki hærri en þegar þau voru tekin. Hækkanir þeirra voru framkvæmdar af drengjunum í bönkunum, sem nú er búið að fletta niður um. Því ætti hækkanaruglið þeirra að lifa, eitt þeirra verka en ekkert annað? 

Hreggviður Davíðsson, 10.10.2008 kl. 15:15

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég horfði á viðtal við 3 kvenkyns hagfræðinga í Íslandi í dag og var ánægð með þær. Við eigum fjársjóð í vel menntuðum og eldklárum konum.

Horfið hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

......best að koma sér í uppvaskið!!! ...kominn föstudagur.

Haraldur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er ekki komin tími á kvennalista?

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottar þessar Hagfræðingar, sem Lára Hanna linkar á

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eru þær ekki "hagfræðingur", samanber bæjarstýra og fleira sem hefur verið kvenkennt. Þá hlýtur kvenkyns hagfræðingur að kallast hagfræðinga í eintölu, hgfræðingur í fleirtölu....sniðugt á Íslandi !!!  

Haraldur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 18:11

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hreggviður það verður farið yfir lánamálin.

Sigrún og Lára Hanna.....staðan væri betri ef konur hefðu stjórnað . Kannski Nýja Íslandi verði stjórnað af konum.

Haraldur hugsaðu þetta upp á nýtt yfir uppvaskinu

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hólmdís, búinn að vaska upp eftir vikuna. Niðurstaðan er: Kvenkyns hagfræðingur er: Hagfræðinga um, hagfræðingu frá hagfræðingu til hagfræðingu. - Í fleirtölu: Hagfræðingur, um hagfræðingur, frá hagfræðingum til hagfræðinga. - Sniðugt á Íslandi

Haraldur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 19:14

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  Haraldur   

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 19:25

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa þetta svona (fannst það sniðugt) og mikið dj..... er ég fegin að ég gerði það.  Haraldur hefur haft nóg að hugsa yfir uppvaskinu

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 20:14

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Sigrún stundirnar við eldhúsvaskinn geta verið drjúgar

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband