Kosningaslagorð á Nýja Íslandi

.....hvernig verða þau?  Ég er handviss um að núverandi flokkakerfi á eftir að riðlast mikið. Og það er rétt hjá Agli Helgasyni að það geta verið spennandi tímar að byggja upp aftur. Heimsmyndin verður gjörbreytt eftir að þessari kreppu líkur. Valdahlutföll eiga eftir að breytast í heiminum. Og Nýja Ísland verður öðruvísi en það sem við þekkjum núna.  Mörg uppgjör eiga eftir að fara fram. Og einhverjir verða að axla ábyrgð.  Kannski er loksins kominn tími jafnréttis?   Ég held að tími kvenna sé að koma á ÍSLANDI. Verðmætamatið á eftir að gjörbreytast sem ég held að verði gott.

Munið þið eftir síðustu kosningaloforðum? Og slagorðunum? Hvað með " traust efnahagsstjórn" og góðæri.  Nú er jú hallæri.  Og ljóst að efnahagsstjórnin brást. Hvernig haldið þið að slagorðin hljómi næst? ( geri ráð fyrir að við höldum sjálfstæði).  Gerist nú spámenn í eigin föðurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Veljum konur til verka, karlarnir brugðust!

Framapot er vísir á gjaldþrot, leggjum grunninn að jafnrétti!

Konur við völd er okkar nýja veröld!

Hvílum lúðana, lánum þeim púðana!

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Búkollabaular.......sjálfstæðiflokkurinn verður örflokkur

Sigrún góð!

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það verði ákveðin lágmarkslaun og hámarkslaun.

" Ein þjóð"   

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski það verði Jóhanna sem verður næsti forsætisráðherra? Hennar tími að koma?  Mér litist mjög vel á það.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, það er komið að "þjóðarvakningu"

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:26

6 identicon

Ég hef, í innleggi einhversstaðar á blogginu, vitnað í kreppuna í Færeyjum. Þar sem myndaðist yfirstétt sem varð forrík á að leika sér með erlent lánsfé og heirði ótrúlegar sögur af því hvernig sú yfirstétt hagaði sér. Þegar kom að skuldadögum, hrundi allt. Það var upp úr 1990 og mér til undrunar þá virðist enginn, hér á blogginu, muna eftir því. Færeyingar voru hins vegar samtaka um að vinna sig út úr þessu. Sá það, árið 1994, að á bjórflöskunum (Föröya Bjór) stóð eitthvað á þessa leið: "Með því að kaupa föröyska framleiðslu klárum við okkur gegnum krepputíðina". Þeim tókst það á skömmum tíma, Þó að þeir þurfi að framleiða mest allt sitt rafmagn með dísil vélum og hafa enga möguleika á að byggja stóriðju (bara svo ég nefni dæmi). Ef við eigum að standa saman um að vinna okkur út úr þessu, þá eiga allir og þá á ég við ALLIR! að taka þátt í því. Davíð og bankastjórarnir og oligarkarnir, kvótagreifarnir, matadorarnir.....Ef einhver þykist yfir það hafinn að bera sameiginlegar byrðar, þá er ekki von á góðu.....

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sannarlega Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Sigrún Óskars

hvílum lúðana - lánum þeim púðana - þetta er gullkorn dagsins.

verðmætamatið breytist pottþétt eftir þessar hremmingar og eyðslufyllerý. Margir þunnir núna.

Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi Færeyingar eru með öruggan fjárstuðning Dana. En afhverju er enginn áróður fyrir því að velja Íslenskt?  Og sannarlega verðum við ÖLL að vinna að því markmiði að reisa Ísland við

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:46

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og það eru slæmir timburmenn Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 22:48

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sparsemi, ráðdeild, og hagsýni !! Það verður nýja slagorðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 01:36

12 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Úff! Ekki auðvelt að leggja fram spádóm áður en timburmennirni láta undan. En svona miðað við söguna og reynsluna, mun Sjálfstæðisflokkurinn ná ríkjandi stöðu eftir næstu kosningar. Einhverjar smávegisbreytingar á núverandi stefnu og framkomu, til að byrja með, þó ekki mikil. Gera sennilega samning  við Framsókn ef sá flokkur verður enn til meira en að nafninu til.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 02:00

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolbrún kannski

Jæja Anna?

Guðrún Jóna ég held þú lesir vitlaust í spilin.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband