16.10.2008 | 17:53
Það er jákvætt ef enhverjir geta keypt eitthvað
...........engin svartsýni hjá Iceland Express.
Annars var gamla fólkið í vinnunni hjá mér að hlusta á útsendingu frá Alþingi. Það litla sem ég heyrði hljómaði eins og allt væri hér í stakasta lagi,,,,t.d. tillaga um að stofna barnamenningarhús. Sem er góð hugmynd hjá ríkri þjóð........en undarleg fyrir þjóð með ónýtan gjaldmiðil og milljarðaskuldir.
Annars heyri ég gamla fólkið lítið tala um kreppuna utan ein sem grét vegna þess að hún taldi sig hafa misst allt sitt
Eru ekki allir að velja íslenskt?
Og allir hættir að kaupa breskar vörur?
Iceland Express í viðræðum um kaup á þotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Athugasemdir
Standa sig allveg einstaklega vel. Iceland Xpress er ekki flugfélag. Iceland Xpress hefur ekki flugrekstrarleyfi. Þetta er mjög einfalt að fá staðfest hjá flugmálastjórn Íslands.
Og það sem verra er, þetta er heldur ekki ferðaskrifstofa, ber því enga ábyrgð á farþegum sínum erlendis.
Hvernig væri nú að blaðurmenn mogganns hefðu fyrir því að leita áreiðanlegra heimilda.
Kveðja.
B.
Bjössi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:05
Já, þetta er alveg hárrétt hjá þér Bjössi. IceExpress er ekki flugfélag ! Merkilegt nokk þá vita nánast engir nema þeir sem eru í þessum bransa.
Þar að auki er það skrýtið að vera að stæra sig af því að vera með "einn yngsta flugflota allra flugfélaga í millilandaflugi til Íslands." Það eru ekki mörg flugfélög sem fljúga hingað til Íslands, í raun bara Icelandair, Íslandsflug og SAS.
Jónas (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:15
IE er ekki flugfélag, ekki ferðaskrifstofa heldur í besta falli farmiðasala sem ber enga ábyrgð á því fólkisem þeir selja miðana. Allur ágóði af þessari sjoppu rennur í vasa manna sem eiga stóran þátt í því að koma þjóðinni í þrot.
Fumlaus (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:53
jáhá.....................þetta er dæmi sem ég skil ekkert í.
Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 20:29
Ok, ég er svo algerlega blond í þessu. Ef að fyrirtæki selur flugmiða og flýgur með fólk á milli staða, er það þá ekki flugfélag?
Af hverju ekki?
Bukollabaular: Af hverju ferð gróðinn til Bretlands?
Sporðdrekinn, 16.10.2008 kl. 20:31
Búkolla, þeir fljúga ekki með fólk milli staða. Það eru önnur FLUGFÉLÖG sem gera það fyrir þá.
Hannes (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:03
Mikið rétt hjá Bjössa.
Iceland Express er ekkert annað en farmiðasöluborð og sími. Flugfélag er fyrirtæki sem stendur fyrir flugrekstri. Það þýðir að fyrirtækið þarf að hafa flugrekendaleyfi, flugrekstrarskýrteini, flugrekstrarhandbók, flugvélar og flugáhafnir ásamt fjölmörgu öðru á sínum snærum. Iceland Express hefur ekkert af þessu, heldur fá þeir erlend flugfélög til þess að sjá um "flug" hlutann í leikritinu sínu þar sem þeir þykjast vera flugfélag.
Það er ekkert skrýtið að Iceland Express hafi getað boðið ódýrari farmiða en Icelandair. Sá verðmunur liggur í því að flugmenn Astreus, eða Hello Swiss hafa hingað til verið á mun lakari kjörum en flugmenn Icelandair, enda verktakar og því réttlausir í samanburði við almenna launþega.
Flugmenn sem eru verktakar þurfa eðli málsins samkvæmt að sjá um öll sín mál sjálfir, borga skatta og skyldur af sínum tekjum, og í rauninni mun meira en hinn almenni launþegi, sé miðað við íslensk skattalög. Í þeim segir að verktaki þurfi að greiða virðisaukaskatt af 19,68%, 5,73% í tryggingagjald, 12% í lífeyrissjóð, svo 35,72% tekjuskatt. Það skilur eftir um 42,8% af upprunalegu launum verktakans, semsagt, ef flugmaður væri með 500.000 krónur á mánuði í verktakalaun og borgaði skatta og skyldur af þeim, þá stæði eftir um 214.000 krónur. Sá er þó gallinn á gjöf njarðar að mikill misbrestur er á því að verktakaflugmenn borgi skatta og skili þarmeð sínu inn í þjóðfélagið. Td. hefur Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna ítrekað spurt félagsmálaráðherra og skattayfirvöld út í þetta málefni og þá sér í lagi varðandi félagið JetX/Primera, sem ólíkt Iceland Express er þó raunverulegt flugfélag, en harðneitar að ráða íslendinga í vinnu af ótta við að þurfa að veita þeim sjálfsögð réttindi launþega.
Gulli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:07
Svo er gaman að velta fyrir sér á þessum síðustu og verstu hvað Ice Express skilar miklum gjaldeyri inn í landið, þegar lang stærsti útgjaldaliðurinn er til erlendra flugfélaga.
Grétar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:33
Sjá má athugasemd um þessi mál á forsíðu www.fia.is
Nonni (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 00:22
Takk fyrir gott svar Gulli.
Já Gréta það er rétt.
Takk fyrir að setja þessu síðu inn Nonni, ég leifði mér að setja þetta á bloggið mitt
Sporðdrekinn, 17.10.2008 kl. 02:12
Ástæðan fyrir því að gróðinn fer til Bretlands er sú að fyrirtækið sem er að fljúga fyrir Iceland Express er breskt og heitir Astreus. Þannig að munið það, þegar þið "fljúgið" með Iceland Express, þá eruð þið að styrkja BRESKANN efnahag, ekki íslenskann.
Siggi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.