Afnemum launaleynd

.....það hlýtur að vera sanngjörn krafa  á Nýja Íslandi að öll laun séu gefin upp. Hér hafa viðgengist svo lág laun að ekki er hægt að framfleyta sér af þeim og svo ofurlaun sem duga heilu bæjunum til lífsviðurværis.  Það hlýtur að verða hluti af endurreisn hér að jafna launamun.  Það gengur ekki í svona litlu samfélagi að hafa svona hrópandi óréttlæti.   

Það skrítna er að þeir sem fengið hafa hæstu launin vegna ábyrgðar Devil  axla enga ábyrgð þegar á hólminn er komið heldur lendir hún hvað harðast á þeim sem minnst hafa haft úr að moða. Enginn hefur sagt af sér enn. Enginn hefur stigið fram og viðurkennt mistök.  Í hverju fólst öll þessi ábyrgð? Í þessu ljósi  er rétt að endurskoða allt launakerfi hér þegar lægir.

Ef ég fengi þó ekki nema einu sinni á ári laun seðlabankastjóra væri ég í góðum málum peningalega.  Bara það segir mér að topparnir hjá ríkinu eru með of há laun miðað við aðra hópa.


mbl.is Boðin launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Vala þetta er til stórskammar

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Launaleynd er smánarblettur hjá okkar litlu þjóð

En nú skilst mér að mannfólkið sé það dýrmætasta á nýja Íslandi,  og þar sem við, Hólmdís mín, vinnum með þessi verðmæti ætti pyngjan okkar að fara að þyngjast.

Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún auðvitað er þetta smánarblettur.  En kannski störfin okkar verði metin að verðleikum fyrir rest.   Nú getum við prísað okkur sælar meðatvinnuöryggi.....eða hvað?

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Launaleynd er blettur á okkar þjóðfélagi.  En er hún kannski réttlætanleg þegar menn þurfa að sætta sig við launalækkun?

Jón Halldór Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er nú í stefnuskrá S og sl. vetur minnir mig voru unnar tillögur sem m.a. fólu í sér afnám launaleyndar og eru held ég tengdar stjórnarsáttmálanum!? En D gengið hefur aldrei verið hrifið af að svipta hulunni af og telur þetta vera einkamál milli launþega og launagreiðenda.Mér finnst endilega að Jóhanna hafi nú samt verið með frumvarp í smíðum um þetta, en kann að skjátlast.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hefði alveg þegið eins og einn starfslokasamning   Og kannski árangurstendan bónus í kaupbæti. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:35

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við verðum að vona að Nyja Ísland  verði með meir jöfnuð en það gamla

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 00:48

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sammála pistlahöfundi í einu og öllu.

Magnús Paul Korntop, 17.10.2008 kl. 02:33

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Launaleynd er smánarblettur á okkar tjódfélagi og gefur gaum ad tví hversu mikill munur er á hálaunudum og láglaunudum..

En á Nýja Íslandi á allt ad breytast til batnadar ,tá geta allir gladst..Hvad haldid tid???

kvedja .

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 06:32

10 identicon

Rökin fyrir ofurlaununum hafa aldrei virkað. Þetta er eitthvað svipað og að borga margsinnis okurverð fyrir vöru sem aldrei er afhent kaupandanum.

Annars lýst mér vel á þetta hugtak: Nýja Ísland. Ég sé það í hyllingum sem sæluríki framtíðarinnar. Þar sem stjórnarfar er eins og hjá hinum norðurlöndunum. Vonandi tekst sjöllunum ekki að standa í vegi fyrir því. 

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:28

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit  og Húnbogi vonandi breytist stjórnarfar hér.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 08:20

12 Smámynd: Tína

Knús inn í helgina þína Hólmdís mín. Hvernig væri svo að þú færir að koma þér í stjórnmál?

Tína, 17.10.2008 kl. 08:34

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tína sömuleiðis knús til þín....mig langar ekki í stjórnmál en vil fylgjast með

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 09:21

14 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband