Dorrit

.......við skulum hlusta á hana og vera bjartsýn eins og hún.  Hún veit sínu viti.   Auðvitað komumst við út úr þessu eins og öllum öðrum hremmingum. Fjármálamóðuharðindi ganga nú yfir.   En ekki bara hér.    En við þurfum að taka vel til hjá okkur sjálfum. Ég trúi því að á endanum  verði þessi rassskellur okkur til góðs. Nýjir siðir, nýjar áherslur. Nýtt verðmætamat. Nýtt Ísland.

Í dag fara fram mótmæli við Austurvöll.....og fólk ætlar að krefjast afsagnar/ eða brottreksturs Daviðs. Það truflar mig svolítið að mótmælin beinist bara að einum manni.  Öll stjórn SÍ á að segja af sér.  Við viljum auðvitað losna við hann og það væri gott fyrsta skref ef hann sýndi þann manndóm að segja af sér.  En það þarf svo miklu meira til.  En ég hvet fólk til að mæta til að mótmæla ástandinu og krefjast þess að allir þeir sem bera ábyrgð axli hana og viðurkenni með afsögnum.


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir með þér Hólmdís. Dorrit veit sínu viti og nú er hún líka búin að læra íslenska málfræði. Hún beygir rétt.

Haraldur Bjarnason, 18.10.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dorrit rokkar Halli

Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mér finst hún yndisleg, hitti hana eina stund ásamt fleirum eftir sjómannamessu fyrir nokkrum árum, heilsaði öllum, talaði við alla og heillaði alla!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Mangi minn ég held að hún sé einlæg

Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband