Bugðulækjarkonublogg

......hún hringdi í kvöld.

Skammaði mig......þú ert orðin of reið!!!

Já ég er reið....eiginlega bálill yfir ástandinu á Íslandi.Það er einfaldlega búið að kippa undan fólki fótunum.  Þótt það hafi ekki verið að lifa hátt eða um efni fram.   Hundruðir eru að missa vinnuna og húsnæðið sitt.

Nú er búið að bæta á okkur 20 milljón króna skuld á hverja fjögurra manna fjölskyldu  sem þó hefur átt meira en nóg með sín húsnæðislán.

Það hafa ekkert allir verið að kaupa jeppa, sumarhús og tjaldvagna. Persónulega hef ég notað andvirði þess að reka bíl fyrir einni utanlandsferð  á ári.

Hef ég ekki rétt á að vera reið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Jú Jú Jù kæra Hólmdís mín og tad er ég líka ásamt nánast öllum löndum okkar.....

fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 06:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jyderupdrottning......eigðu góðan dag....flestir eru jú reiðir.

Anna....býrð þú ekki einhvers staðar fyrir ofan snjólínu?  Ég var voðalega lítil 1919, en vona að eftirköstin verði ekki jafnslæm hér   Skrýtið að enginn hafi tilkynnt um eld í Bretlandi....?

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 09:27

3 identicon

Þarf ekki alþingi að samþykkja þetta? Samkvæmt stjórnarskránni er ekki hægt að skuldbinda þjóðina nema setja lög.

http://okurvextir.blogspot.com

Rósa (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég fékk líka svona símtal í gær, frá ungri frænku, sem trúir á Geir "almáttugan"

Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rósa ég held við eigum engra kosta völ, við verðum að fá lán því miður.

Rugludallur það eru flestir foxillir.....

Sigrún trúi bara ekki að hún sé skyld þér

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband