Úrslit næstu kosninga

.......hvernig verða þau ?  Flestir virðast á því að þjóðin verði að fá að kjósa fljótlega.  Ríkisstjórnin þarf að klára að ganga frá "fyrstu hjálp" í þessu gjörningaveðri en ætti síðan að stíga til hliðar.   Mér finnst líklegt að VG fái góða kosningu og FF bæti við sig.  Framsókn nær sér ekki á strik.  Sjálfstæðisflokkurinn verður örflokkur, jafnvel í tvennu lagi og fylgi Samfylkingar mun dala eitthvað frá síðustu kosningum.   En það sem ég er hrædd um er að það verði urmull af nýjum framboðum og að erfitt verði að mynda nokkra stjórn......stjórnarkreppa.   Og að það þurfi kannski 4-5 flokka stjórn.  Sem er að því leyti gott að það komast mörg sjónarmið að. Það væri vissulega gaman að sjá eitt nýtt sterkt framboð....með fólki sem ekki hefur komið nálægt pólitík. Þar sem fagfólk raðaði sér í efstu sætin. Fólk sem hefur menntun sem nýtist í því starfi að stjórna landinu.  Ég vil að það verði kosningaloforð að almenningur fái tækifæri til að koma meira að ákvarðanatöku um stór mál og að þjóðaratkvæðagreiðslur verði sjálfsagðar.  Nú dugir ekki lengur að segja að við höfum ekki vit á hlutunum nema rétt fyrir kosningar. 

Upplagt er fyrir næstu kosningar er að ákveða að fækka þingmönnum og leggja niður störf aðstoðarmanna.  Og nauðsynlegt er að fella niður lífeyris-ósóma lögin....og gera það afturvirkt.

Hvað haldið þið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það þarf allavega stórfelldar sparnaðar ráðstafanir.  Lækka laun alþingismanna, enga aðstoðarmenn, og ýmisskonar tilfærslur til þess að spara. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2008 kl. 02:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það sparast slatti við það sem ég taldi upp

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 02:35

3 identicon

Mér finns óhugnarlegt að spillingarflokkurinn er með 27 prósent fylgi og fylgismenn þess flokks geta aðeins afsakað afstöðu sína með þvi að fullyrða að allir hinir séu ekkert skárri (!!!???)

Mikið asskoti held ég að Lára Hanna væri góð sem þingmaður. 

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:46

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér með Láru Hönnu hún yrði afbragðs umhverfisráðherra!

Ég á bágt með að trúa að sjálfstæðisflokkur  fengi 27 %

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 02:52

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

I Skúlason............hm fagfólk.  Ég vil td sjá að það sé hagfræðingur eða viðskiptamenntaður einstaklingur í fjármálaráðuneyti og Viðskiptaráðuneyti. Í Dómsmálaráðuneyti lögfræðingur ( eins og reyndar er í dag )  Heilbrigðishagfræðingur í heilbrigðisráðuneyti.......geri mér grein fyrir að þetta er kannski ekki alveg raunsætt á okkar litla landi.  Og að sjálfsögðu er fagfólk í öllum ráðuneytum.  Eiginlega er ég að reyna að segja að ég við ráðuneytin meira fagleg en pólitísk.Tek sam fram að ég vil fólk úr öllum stéttum á Alþingi til að fá breidd og mismunandi sjónarhorn.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 03:17

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér það má alveg setja einhvern hámarkstíma á þingmenn....kannski 3 kjörtímabil.

Svo átti að standa í fyrra svari....ég vil ráðineytin meira fagleg en pólitísk.  Það á einnig við um opinberar stofnanir eins og SÍ

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 03:21

7 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Búin að svara þér á blogginu mínu, hef verið að lesa bloggið hjá þér, því ég er búin að vera eitt STÓRT spurningarmerki, get ekki séð betur en við séum á sömu bylgjulengd í stjórnmálum????

Sigurveig Eysteins, 29.10.2008 kl. 04:52

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir með Láru Hönnu. Hún yrði flottur stjórnmálamaður og jafnvel ráðherra.  En ég vil undirstrika að Þórunn er búin að standa sig alveg frábærlega í sínum ráðherraströrfum.  Þetta er mitt mat.

Hvað næstu kostningar bera í skauti sér er erfitt að segja.  Ég hef þó trú á því að VG bæti við sig.  Það er eðlilegt í ljósi síðustu atburða. Margir tala um vinstristjórn.  Það hefur fjarað undan oftrú á markaðshyggjunni og það mun koma fram í næstu kostningum.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 09:44

9 Smámynd: Rannveig H

Ég held að þetta sé nokkru nærri lagi hjá þér ,,,SF er búin að tapa stórt á þessu floti með Sjálfstæði. Ég vildi sja utanþingsstjórn  út kjördæmið.

Rannveig H, 29.10.2008 kl. 10:19

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón Halldór ég hef alveg verið sátt við Þórunni.  Og örugglega verður verður einhvers konar vinstri stjórn.  Hvernig sem hún verður samsett.

Utanþingsstjórn finnst mér vel koma til greina Rannveig.

En ég held að við eigum eftir að sjá nýjar vonarstjörnur í pólitíkinni....fólki sem er svo ofboðið að það bíður sig fram til verka.....þótt það hafi aldrei ætla að gera það.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband