Hér birtust 3 grímuklæddir menn

.......að vísu afar smávaxnir.  Dyrabjallan hringdi og dóttir mín fór til dyra.  Þrír grímuklæddir drengir vildu fá "nammi" af því að það væri hrekkjavaka.  Ég svaraði dóttur minni því að hér væri engin hrekkjavaka....né heldur til mæra.  Bað ég hana að skila því en henni fannst ég leiðinleg og ég fór sjálf fram.  Drengirnir voru með fulla poka af sælgæti.    Er ekki nóg að hafa einn öskudag?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ótrúlegt.  En ég vil að við við þessi fullorðnu veljum okkur einhvern svona "Halló vín" dag

Sigrún Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:54

2 identicon


Apa allt eftir því sem er í útlöndum. Jafnvel sjónvarpsþættir þurfa að heita: Idol eða X-faktor frekar en Söngvari ársins eða eitthvað á ylhýra. Þykir eitthvað hallærislegt að búa til eitthvað byggt á eigin hugmyndaflugi? Hvernig væri að finna upp á einhverju sér íslensku til dæmis: Álfavöku á Jónsmessu, þar sem börn klæða sig í álfabúninga eða Drauganótt í skammdeginu? Frekar en þessari andlausu eftirhermu áráttu. Þorrablótin eru gott dæmi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já mér líst vel á Halló Vín dag

Já Sigurður þetta er kannski komið frá foreldrunum......

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Algerlega sammála þér Húnogi,,,,,,við eigum nóg af skemmtilegum hefðum sjálf

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta eru útlenskir dagar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Voru peyjarnir kannski með grasker á hausnum!?

En ég er nokkuð svo undrandi sem fleiri, vissi ekki að þetta væri komið hingað og bara orðin "landlægur andskoti"!?

En ekkert fær mig til að pirrast meir í þessu sambandi en "Fjárans febrúarplágan", -VAldísarValentínusarviðurstyggðin-!Færð ekki einhverjar hjartalagasúkkulaðibollur frá mér Dís, ekki míkróprósentsmöguleiki á því!

Þegar ég var aðeins yngri, en vitlausari snöggtum meir, elskaði ég hins vegar Þorrablót já, alskemmtilegustu fylleríin tengjast þeim líka! En svo hætti maður að drekka...!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jakobína ég vil halda í okkar daga s.s.sumardaginn fyrsta

Magnús....enginn valentínusardagur hjá mér

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband