5.11.2008 | 21:17
Grænir tómatar í engiferlegi.
......Eitt af því sem er nauðsynlegt með hátíðamatnum á mínu heimili. Er með nokkra fasta kúnna í áskrift af þessu. Skreyti þá krukkurnar með fallegum borða og greni.........svo jólalegt.
1 kg litlir grænir tómatar
3 dl vatn
2 dl edik ( ég nota Heidelberg lageredik)
2 tsk sítrónusafi
700 gr ávaxtasykur ( löngu hætt að tíma að kaupa hann nota bara strásykur)
5 negulnaglar
1 tsk smátt söxuð engiferrót
10 græn piparkorn
Tómatarnir eru þvegnir og pikkaðir með gaffli. Allt sem á að fara í kryddlöginn er sett í pott og suðan látin koma upp.tómatarnir soðnir við vægan hita í 4-5 mín. Sett í hreinar krukkur og lok yfir.Tilbúið eftir 2 sólarhringa en geymist í marga mánuði.
Þessa uppskrift setti Fríða Sophia Böðvarsdóttir í Gestgjafann einhvern tímann á síðustu öld og vona ég að hún fyrirgefi mér.
Verði ykkur að góðu sem þora að prófa.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er aldeilis að kveður við nýjan tón hér á háttvirtrar hólmdísarsíðu!
Ertu að breytast úr bálreiðri Breddu í blásaklausa jólasnót!?
Og með hvaða kéti kann oss best að smakkast þessi langstolni lögur?
Magnús Geir Guðmundsson, 5.11.2008 kl. 21:53
Hamborgarhrygg og jafnvel rjúpu og lambalæri
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 21:55
Og hvað heitir svo þetta jukk þegar það er tilbúið? Er þetta einhvers konar pikles?
Víðir Benediktsson, 5.11.2008 kl. 22:32
Víðir þetta heita bara grænir tómatar.....er svona súrsætt með engiferbragði og hefur verið gert á Íslandi í áratugi. Mjög gott...
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 22:43
Tek fram að tómatarnir eru heilir..
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 22:44
Af hverju grænir? ...það er framsóknarlykt af þessu.
Haraldur Bjarnason, 5.11.2008 kl. 22:56
Þessir karlar
Uppskrift hljómar vel
Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 22:57
Halli.........egin framsóknarlykt hjá mér þetta er bara jólagrænt
Sigrún ég er vön þessu frá bernsku og finnst þetta gott..á mömmu sem býr til allan fjandann.....og þetta er eitt af því
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 23:01
En mér þóttu dýrar krukkur í Húsasmiðjunni keypti 2.......999kr stykkið
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 23:04
Var ekki ódýrara að kaupa rauðkál í Bónus, éta upp úr krukkunum og nota þær síðan undir grænu súrsætu tómatana?
Víðir Benediktsson, 5.11.2008 kl. 23:38
hvar fær maður litla græna tómata?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:47
Örugglega Víðir....en ég nota niðursuðukrukkur
Jakobína Ingunn fékk þá núna í Hagkaup Kringlu...stundum fengist í Fjarðarkaup...stundum þurft að heimsækja grænmetisbónda
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 23:51
Spennandi uppskrift, en ég hugsa að ég nenni ekki að búa svona til.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2008 kl. 02:30
Hljómar mjög vel.Ætla ad prófa tetta tad er ekki svo dýrt í henni danmörku enntá tó margt hafi hækkad mikid .Madur getur leift sér adeins.
Kvedja frá mér.
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 07:58
Jóna Kolbrún...its your loss
Jyderupdrottning.....verði þér að góðu
Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 08:11
Ég hef verið fastur áskrifandi í mörg ár og þetta þykir ómissandi á jólaborðinu ,ég hef stundum tekið þátt í að afla tómata þá jafnan í Hveragerði hjá ræktendum.
En þetta er ómissandi á okkar jólaborði takk í gegnum árin frá okkur á Bugðulæk
Arndís Gudnadottir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:03
Takk Addý
Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.