Harðar þjóðfélagslegar aðgerðir?

  Hvað þýðir það á mannamáli?

Nú þegar hafa þúsundir misst vinnuna og þúsundir eiga eftir að gera það.  Fólk er að missa heimilin og þjóðin hefur misst æruna. Hundruðir ef ekki þúsundir eru að íhuga brottflutning.  Einhverjir eru þegar farnir og aðrir að fara á næstu vikum. Það eru líklega þeir heppnu.  Ef til vill ættu einhver hjálparsamtök að aðstoða okkur við að komast í burtu.

Ég held að SÍ, FME, og ríkisstjórn hafi veið að gera mistök á mistök ofan og ættu að stíga til hliðar og fá neyðarstjórn fagmanna í þetta allt strax.  Allt traust er farið.

Ég talaði við mann í gær sem sagði að lausnin væri að lækka öll innlend lán um 40%.  Tapið af því yrði ekkert meira en verður hvort sem er að því að fólk getur ekki borgað þau. En það myndi halda fleirum á landinu ???

Burt með spillinguna


mbl.is AP segir lánið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

já stór spurning hjá okkur hvort við förum úr landi sko allt í skoðun mikið að pæla í sambandi við svoleiðis batterí og skil vel fólk sem fer ekki er útlitið flott hér á klakanum hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 6.11.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Brynja...ljúfa helgi

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf að byrja á því að endurskipuleggja fjármál í opinberri stjórnsýslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband