8.11.2008 | 14:36
Einræðisherra einn dag
........það væri skemmtilegt. Og allt yrði vitlaust (það er það nú þegar)
Við þurfum að spara það er morgunljóst.
Ég myndi byrja á að reka stjórnir FME og SÍ. Það er fullt af hæfum hagfræðingum til að taka við. Aðeins verður ráðinn einn seðlabankastjóri. Stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert.
Reka ríkisstjórnina frá völdum og láta stjórnina í hendur sérfræðinga og ráðuneyta og boða kosningar eftir áramót.
Lækka öll laun sem eru hærri en 500 þúsund.......það er rétt að láta þá sem hafa auraráð borga meira en þá sem eru að komast í þrot. 500 þús verði hámarkslaun í landinu á meðan fárviðrið geysar.
Þingmönnum verði fækkað við næstu kosningar og aðstoðarmenn þingmanna lagðir niður.
Þegar í stað verði erlendir sérfræðingar látnir fara í saumana á orsökum hrunsins.....skoðaður verði þáttur stjórnmálamanna, bankamanna og útrásavíkinga.
Fjármál stjórnmálaflokka upp á borðið.
Verðtrygging lána tekin af.
Sækja með öllum ráðum það fé sem flutt hefur verið úr landi.
Setja rándýrt húsnæði sendiráða í sölu og finna ódýrari lausnir.
Lífeyrisréttindi samræmd.
Breyta lögum um séreignarlífeyrissparnað þannig að fólk geti notað þetta núna til að greiða niður lán.
Mikið dagsverk en þarft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara það sem allir sjá!!!!!!!!
Nei einn dagur er varla nóg....en einræðisherra þarf ekkert að setja mál í nefnd!
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 16:44
Þú mættir vera einræðisherra alla daga Hólmdís mín
Fundirnir í dag voru góðir.....þrusugóðir, og þín var saknað. Hitti Láru Hönnu og fleiri bloggara....samstaðan var góð.
Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:00
Takk Sigrún mín. Verst að þú ræður þessu ekki. Hvað klastaðir þú mörgum eggjum? Á sennilega frí næstu helgi.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 17:30
kastaðir
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 17:30
Kvitta undir þetta allt hjá þér. Má ég hjálpa þér að velja hagfræðinga þeir eru í uppáhaldi hjá mér núna . Ég var að skrifa um það.
Rannveig H, 8.11.2008 kl. 17:35
Heldur þú virkilega, að ég hin hagsýna.....eitthvað færi að kasta mat? Myndi frekar dreifa mykju, þeir eiga það skilið
Ég vinn næstu helgi
Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:45
Rannveig...ég held við séum nokk sammála um hagfræðinga!!!
Nei Sigrún ég myndi aldrei tíma að henda svona mat Nú þarf bara að fara í hesthúsin.........
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 17:58
Okkur vanta einræðisherra eins og þig
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:29
Af hverju bara einn dag ? Þú mátt ráða eins lengi og þú vilt mín vegna.
Haraldur Davíðsson, 8.11.2008 kl. 19:19
Jæja kona nú er komin tími á að þú farir að gera eitthvað í málunum.
Sporðdrekinn, 8.11.2008 kl. 19:54
Hm, já í einn dag, finndist það alveg nóg, en mundu samt að innleiða kossaogkélogfaðmlagaskildu, frelsi til ásta hvenær og hvar sem er og svoleiðis yndi í leiðinni!og vel á minnst, aukið vægi verður að setja í rottuveiðar á höfuðborgarsvæðinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 21:40
Sigrún Óskars, 8.11.2008 kl. 21:45
Einar Baggalutur klikkar ekki
Jakobína og Haraldur takk ( mér tekst ekki að stjórna nógu vel heima hjá mér)
Sporðdreki
Magnús ( ég vildi að hægt væri að hrista hausinn hér)
Sigrún
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 22:30
Myndir þú taka upp dauðarefsingu?
Víðir Benediktsson, 8.11.2008 kl. 22:41
Víðir....góð spurning. Ég hef nú sagt að rétt væri að senda suma út í Kolbeinsey....jafngildir það ekki dauðarefsingu?
Annars og i alvöru skil ég ekki dauðarefsingar á 21. öld.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 23:42
Taktu bara völdin, þetta eru góð mál sem þú ætlar að klára.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:18
Jóna Kolbrún ég er viss um að þegar ég kem í seðlabankann og segi við DO "þu ert rekinn" þá stendur hann upp og fer.........það hefur bara enginn sagt þetta beint við hann ennþá
Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 00:29
j'a, ertu þá svona skelfileg eftir allt saman, jafnvel EINRÆÐISHERRAN DO í Seðlabankanum myndi koðna niður sem kettlingur væri ef þú hvesstir á hann kolsvörtu? glirnunum og orgaðir að hann ætti að andskotast í burtu!?
Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2008 kl. 00:37
Já ég er all svakaleg stundum Magnús. En ég held bara að enginn hafi þorað að segja þetta beint við karlinn
Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.