Enn um mótmæli á Austurvelli

........Mig undrar lítil sem engin viðbrögð stjórnmálamanna við mótmælum þúsunda Íslendinga á Austurvelli.  Dómsmálaráðherra reyndar hæðist að þeim. Ég sakna þess að fjölmiðlar tali við þingmenn og ráðherra um reiði almennings.  Er heyrnarleysið algert?  Eru eintómir strútar við völd?

Ef við viljum breytingar verðum við að hafa miklu hærra.  Og mæta fleiri á Austurvöll.  Dropinn holar steininn.

Yes we can sagði Obama  og við getum líka haft áhrif á það samfélag sem við búum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Dómsmálaráðherra hefur alltaf misskilið hlutverk sitt. Hann stendur í þeirri trú að þjóðin sé til fyrir hann en ekki öfugt.

Víðir Benediktsson, 9.11.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir hann verður varla miklu lengur í þessu embætti

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mikið er ég sammála þessu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Rannveig H

Ég sé bara ekki neinn ráðherra sem skilur sitt hlutverk, enda engin þeirra að valda því. Gef samt Jóhönnu prik held að hún myndi gera meira ef aðstæður leifðu.

Rannveig H, 9.11.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Jakobína

Rannveig ...ég held að Jóhanna geri eis vel og hún getur

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála og "yes we can"

Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:04

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 18:15

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

BB bíður, tilbúinn að berja á okkur....

Haraldur Davíðsson, 9.11.2008 kl. 18:55

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

BB skarfurin hefur þó miklar áhyggjur af fjölmiðlunum, en ekki vegna þess að þeir sögðu ekki vel frá mótmælunum, heldur vegna þess að J'on Ásgeir var að krækja í Moggan hans líka (sem hann hefur reyndar átt hlut í og á kannski enn!?)

Og þá er auðvitað til að draga athyglina frá sjálfum sér og flokknum, enn og aftur aðferðin að koma öllu á forsetan, sem sannarlega ekki er hafin yfir gagnrýni nú sem þá, en getur samt ekki verið sakfeldur fyrir gjörðir annara og bregðast við í fjölmiðlamálinu eins og hann gerði og var sannarlega í takt við vilja stórs meirihluta landsmanna þá!

En margur D larfurinn hefur nú komið sér upp þeirri kenningu, að ef fjölmiðlalögin heðfu verið samþykkt, þá hefði þetta bankahrun ekki orðið sem það varð!? Og skiptir þar víst engu að þá þegar voru til dæmis Björgólfsfeðgar bæði búnir að kaupa og selja ína gróðagnótt, bruggverkssiðjuna í Rússíá og hefðu sjálfsat ekkert aðhafst vegna fjölmiðlalaga eða hvað?

Og það hefðu ekki heldur Bakkavararbræður gert og blessaður karlinn hann Mái og margir fleiri eða hvað?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2008 kl. 19:11

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur....ég held hann langi í smá fighting

Magnús..........hvur veit?

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 20:30

11 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér og það eina sem stjórnin gerir er að vígbúast!

Vilborg Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 02:13

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit Vilborg................já það er erfitt að bíða eftir aðgerðum

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband