Allir á Austurvöll á laugardaginn klukkan 15:00

...................Nú liggur lífið á.  Við verðum að fá utanþingsstjórn strax. Við höfum ekki efni á að bíða á meðan spilltir stjórnmálamenn eru að fela sínar slóðir.   Ísland er að brenna upp.  Úrræðaleysið er algert hjá stjórnvöldum sem eru rúin trausti.

Mætum öll sem vettlingi getum valdið á laugardaginn.


mbl.is Haldist í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Og þú heldur að aðrir geti gert betur?

Björn Magnús Stefánsson, 12.11.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 13:11

3 identicon

Bull. Ef þið viljið fá einhverja óreiðustjórn inn þá er í lagi að kjósa aftur núna. En þá fer líka allt gersamlega til fjandans.

Daði (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Heidi Strand

Daði við viljum ekki neina óreiðustjórn og þess vegna verðum við að losna við hana.Á meðan óbreytt ástand er á Íslandi, þá fáum við að svelta í vetur. Stjórnvöld hafa enga treyst í útlöndum og við verðum að horfast í augu við raunveiruleikan.

Heidi Strand, 12.11.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vil ekki kosningar núna......það er dauðadæmt.  Ég vil utanþingsstjórn sérfræðinga.  Burt með ALLA pólitíkusa.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og þessi stjórn er óreiðustjórn, úrræðaleysið og vanhæfnin æpa á mann. Og svo er hún rúin trausti innan lands og utan.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 13:25

7 identicon

Björn Magnús Stefánsson: Ööööö, augljóslega?

Hver sem fylgist með fréttum getur gert betur. Þetta fólk hlustar ekki á neinn, tekur aldrei sönsum, fylgist ekki með, hugsar ekki, veit ekki... það er ekki mögulegt að setja saman verri stjórn heldur en þá sem fokkar ÖLLU upp.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

" Bull. Ef þið viljið fá einhverja óreiðustjórn inn þá er í lagi að kjósa aftur núna. En þá fer líka allt gersamlega til fjandans.

Daði (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:16"

Þetta hlýtur að vera grínisti. Vill halda í "ábyrgu" stjórnina sem setti allt á hausinn, vill ekki óreyðustjórn! Daði er einhver úr spaugstofunni held ég.

Guðmundur Auðunsson, 12.11.2008 kl. 17:45

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Helgi Hrafn og Guðmundur. Já fólk er ennþá léttlynt!!!!!!!!!!!!

Við gætum öll gert betur en er verið að gera

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 17:57

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég mæti eins og venjulega, vonandi hitti ég þig þar!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband