14.11.2008 | 18:08
Svo sorglegt sem það er..........og burt með spillingarliðið.
................treysti ég engu lengur sem kemur frá yfirvöldum. Við verðum að fá utanþingsstjórn. Við erum alls staðar orðin að athlægi. Enginn axlar ábyrgð á afglöpum sínum. Engum hefur verið vikið úr starfi. Enginn segir af sér. Ég verð reiðari með hverjum deginum. Ég sendi inn umsókn um atvinnuleysisbætur í dag...þarf svo að fara eftir helgi með ýmis plögg til að fá þær. Við starfsfólk Heilsuverndarstöðvarinnar munum fá greiddar bætur fyrir 5 daga.....það verður okkar útborgun í desember.
Mætum á Austurvöll klukkan 15:00 á morgun.
Þokast í átt að lausn á IceSave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég samhryggist þér. Mætum öll á Austurvöllinn!!!
Björgvin Kristinsson, 14.11.2008 kl. 18:20
Ég talaði við unga konu í dag um ástandinu og hvatti hana að koma á Austurvelli á morgun. Hún svaraði með að þetta reddast og það hafði líka verið erfitt hjá afa og ömmu.
Svo nefndi hún hlut sem hafði ekkert með mótmælin að gera og óskaði mér góðs gengis á mótmælafundurinn á morgun.
Mér leið eins og hún var bara gest á Íslandi og sem skildi ekki hvað hér er i gangi.
Kreppan bitur greinilega ekki jafn fast í öllum.
Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 18:23
Takk Skúmur
Heidi....margir skilja þetta ekki ennþá
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 18:45
já ekkert traust
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 20:18
Maður hættir að treysta þegar endalaust er logið.
Víðir Benediktsson, 14.11.2008 kl. 21:15
Ert þú, Hólmdís mín kæra, að segja að þú sért búin að missa vinnuna??? Samhryggist svo sannarlega, ef ég hef skilið rétt. Kær kveðja. Við stöndum saman.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:10
Víðir og Jakobína....það er allt traust farið .
Húnbogi takk....ég á þó von á því að komast fljótt í vinnu.
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 22:20
Þorgerður Katrín sagði að það væru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá Sjálfstæðisfólki, við ættum kannski að skunda í Valhöll.
Rannveig H, 14.11.2008 kl. 22:21
Hjúkkur fá allsstaðar vinnu, verra með blaðamenn. Gangi þér vel.
Haraldur Bjarnason, 14.11.2008 kl. 22:40
Ekki hef ég trú á að það sé skemmtilegt í Valhöll. Nema að við skráum okkur öll í flokkinn og gerum byltngu innan frá
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 22:40
Takk Halli. Já ég fæ fljótt vinnu.
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 22:43
Frábær hugmynd Hólmdís.
Mætum öll á morgun kl.15.
Við ætlum að fá okkur heitt kakó á Thorvaldsen á undan.
Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 22:46
Hómdís, byltingin er hafin
Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:01
Heidi ég mæti. Sigrún þú ert víst að vinna..en byltingin er hafin
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 23:20
I do hope so much that you get yourselves out of this mess.Make your Government pay for the mistakes they made. I think that once the Debt that the "Arasavikingur", the bank managers, and your Government put you into is paid, then all doors will be open to help you....................
Good luck
Fair Play (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:24
Að vísu gætuð þið gert annað í Valhöll, skundað upp á efstu hæð þar sem Heyrnar- og talmeinastöðin er og fengið einhverja freyjuna þar eða Ingibjörgu lækni til að lappa upp á heyrnarskortin, sem hrjáir m.a. liðið á neðri hæðunum ekki satt?
(þú varst að pæla í einhverju slíku um dagin H)
Væri svo til í að bjóða ykkur stelpunum kakóið ef ég væri nærtækur!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 23:27
Þurfum ekki 63 þingmenn....En númer eitt við eigum að gera uppreisn hjá öllum flokkum og heimta algjörlega nýtt lið fyrir næstu kosningar...til að sitja á alþingi
Og við kjósendur eigum að númera sjálf röðina á fólkinu í flokkunum,ekki frambjóðendurnir þeir eiga ekki að heimta einhver sæti 1-2--3 eða hvað þeir vilja.
Hvað sem frambjóðandinn heitir ISG , Steingr.Sig, Geir H.eða þú Hólmdís.
Eins vil ég að við fáum líka að ráða hvaða flokk við viljum í samstarf við þann sem við kjósum..En eins og staðan er í dag mun ég skila auðu.....bæði í sveitar og alþingi...og mun ýta undir það hjá öllum þegar nær dregur
Komdu bara á Skagann góða mín í sjúkrahúsið.....alltaf líf og fjör þar,eilífar skemmtanir hér þar og allstaðar..og vinna með líka af og til.....Vona svo að heilu bílförmin af mat frá Baugsmönnum lendi ekki á alþingishúsinu,eins og um daginn.....Eigið góða nótt..sem og góðan dag á morgun...
Halldór Jóhannsson, 14.11.2008 kl. 23:52
Magnús Geir gætum bara millifært á þær aurum eða talað við þennan stað sem þær ætla að hittast.......til er ég.....
Halldór Jóhannsson, 14.11.2008 kl. 23:56
Kannski maður mæti í kakó á Thorvaldsen fyrir fundinn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:08
Fair play. Thank you for your good wishes.
It will take this nation of 3 hundred thousands long,long time to pay these depts. We are already loosing our jobs and homes. Thousands will leave the country.
I dont find it very fair that I will have to pay these depts for the rest of my life. They are not mine.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 00:38
And we will continue to protest untill we have new people in parlament, government and the banks
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 00:40
Magnús kannski væri sniðugt að gefa öllum í ríkisstjórn heyrnartæki....góð hugmynd
Takk Halldór. Það þurfa allir flokkar að fara í tiltekt. Ég er sammála þér. Og einnig með það að fækka þingmönnum. Og hvernig við röðum á lista....
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 00:47
Leitt að heyra með vinnuna Hólmdís!
Kannski var þetta eina leiðin til að koma þér á þing Ég veit að þetta er ekkert til að grínast með en ég mátti til
Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 00:47
JK veit ekki hvað ég hef mikinn tíma hvort ég kem í kakó en mæti allavega kl. þrjú!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 00:49
Sporðdreki....takk. Ég sé eftir samstarfsfólkinu. En ég fæ vinnu hef ekki áhyggjur af því. En mikið skelfilega langar mig lítið á þing
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 01:00
hahaha í alvöru nú er ég hissa, ég hélt að alla langaði á þing þessa dagana
Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 01:12
Nei ég vil vinna virðingarvert starf
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 01:33
Góð!
En... þeir sem vinna vinnuna sína vel fá virðingu að lokum
Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 04:14
Hvaða temgsl eiga þessi skrif (allt í lagi með þau) við fréttina?
Agla, 15.11.2008 kl. 15:43
Þau tengsl að enn er verið að ljúga að okkur
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 16:41
Þakka þér svarið. Kannski ættirðu að senda sama bloggið á allar fréttaklausur?
Ég virði það við þig hvað þú fylgir athugasemdunum vel eftir.
Pirrar mig samt svolítið þegar Íslendingar eru að burðast með sína bjöguðu ensku.
Gangi þér vel!
Agla, 15.11.2008 kl. 17:15
Hm Agla.....venjulega skrifa ég og tala Íslensku en skammast mín ekkert þótt enskan mí sé ekki fullkomin.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 17:34
enska mín
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 17:34
Ja, eiginlega meir ástæða til að hrósa síðueiganda fyrir að svara þeim er hingað hafa komið inn og jáð sig og það ekki bara á ensku heldur líka dönsku og Hólmdís svarað á sömu tungumálum. Heidi hin norksa hefur svo kannski líka komið hingað og notað móðurmálið? Er viss um að HH hefur þá ekki orðið skotaskuld að vippa fram svari á nýnorksu eða skandinavísku!? Og undirritaður grunar jafnvel, að fleiri tungumál "Yði í skinni" HH!?
Magnús Geir Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 19:29
Takk Magnús!
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 19:46
Ekkert að þakka ágæti síðuskrifari!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 21:53
"Nei ég vil vinna virðingarvert starf" Þetta er þín síða og auðvitað segir þú þína skoðun en eru ekki fordómar þarna á ferð? Er það semsagt sjálfgefið að hver sem starfar sem þingmaður (og vinnur vel ) sé í nokkurskonar óæðra starfi heldur en hver annar? Þér finnst þú vinna í virðingarverðu starfi. Skyldi enginn þar innborðs vera óhæfur? Á að dæma heila atvinnustétt fyrir nokkra aðila? Fyrirgefðu of margar spurningar. Annars finnst mér enskan þín bara fín.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:28
Arosaja blogskaja Hólmdís. Bolsoj palets verkh!
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:02
Sólveig Þóra......svarið mitt var minn húmor. Ég leyfi mér það. En ég hef vissulega fordóma gagnvart mörgum í þessum störfum...játa það. Jú það eru til lélegir hjúkrunarfræðingar....en þeir yrðu látnir hætta fyrir afglöp í starfi....eða segðu sjálfir upp því mistök hjá okkur eru dýr. Og enn eru bæði til ráðherrar og þingmenn sem vinna vel annað væri það nú! En ég vil skipta út þessu liði sem er núna. Takk fyrir að hrósa mér fyrir enskuna....ég bjarga mér ágætlega á henni.............
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 01:57
Húnbogi fáðu þér mæru og habbðu það gott!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 01:58
Fyrirgefðu en fólk hefur dáið inni á sjúkrastofnunum vegna mistaka og enginn hefur verið látinn fara þó sannað sé að um mistök hafi verið að ræða. Er spillingin ekki þá bara allstaðar í þjóðfélaginu? Þarf ekki að taka allstaðar til?
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 02:13
Eina dæmið sem ég þekki um dauðsfall vegna mistaka var hjfr, sem gaf lyf sem sjúklingur hafði ofnæmi fyrir,,,,,hún hætti samstundis af sjálfsdáðum. Irrarum humanum est. Mistök eru mannleg en þau eru misdýr. Þau mistök sem stjórnvöld hafa gert eru óbærileg en enginn axlar ábyrgð á þeim. Vert að skoða laun starfshópa miðað við ábyrgð..........
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 03:18
Ég þekki marga fyrrverandi vinnufélaga til sjávar og lands sem hafa misst starfið vegna þess að þeir stóðu sig ekki nógu vel. Það þurfti meira að segja ekki alltaf mistök til. Þetta á bæði við yfirmenn og undirmenn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.