15.11.2008 | 17:21
ÞAÐ ER VON
...........Ég fór á Austurvöll þar sem þúsundir Íslendinga mættu með þá von í brjósti að sjá breytingar í Íslenku stjórnkerfi. Og við munum sjá það. Ef bara við höldum vöku okkar. Við höfum lifað hér í einhvers konar sýndarveruleika og blekkingum. En við erum vöknuð. Og nú viljum við hreinsa úr öllum hornum og fá nýtt fólk til að stýra landinu. Við eigum nóg af góðu fólki til þess. Hver einasti stjórnmálaflokkur verður að fara í innri endurskoðun. Það þýðir ekkert að fara í kosningar nema með ný andlit og ný viðhorf fyrir Nýja Ísland. Almenningur þarf að vera virkari í lýðræðinu. Við fólkið eigum að hafa meiri áhrif á hvernig listar flokkanna líta út fyrir kosningar.
Fjöldi Íslenskra og erlendra blaðamanna var á Austurvelli. Mótmælin vekja athygli erlendis. Þar sem enginn skilur hvers vegna enginn hefur sagt af sér hér eða verið rekinn.
Loksins hitti ég Láru Hönnu.....besta fjölmiðil landsins. Blaðamaður frá Wall Street Journal kom og spjallaði við okkur. Mikið er ég glöð að rödd hennar heyrist út fyrir landssteinana!!!!!!!
Við þurfum að losna við spillinguna.
Áfram Ísland.
Þúsundir mótmæla á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Athugasemdir
já góður fundur
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 18:47
Gaman væri að heyra um hvað ameriski blaðamaðurinn vildi vita hjá ykkur, hvort hann hafi ekki aðeins verið slegin út af laginu að vera í návist tveggja svo glæsilegra íslenskra meyja, en jafnframt og ekki síður glöggra, gáfaðara og vel máli farinna!?
Ég hefði líklega dottið út í hans sporum!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 19:38
Hann spurði bara um hverju fólk væri að mótmæla. Og hvaða breytingar við vildum sjá.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 19:48
já það var mikið af myndavélum þarna í dag. Ræðurnar voru frábærar. Þetta hlýtur að fara að hafa áhrif. Við höldum bara áfram að mæta.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 20:17
Það eru svona pistlar sem vekja nýja von. - ... ! Þakka þér fyrir þennan fallega pistil, sem vekur vonir hjá mér, um nýtt Ísland. - Og burt með spillingarliðið.-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.11.2008 kl. 20:44
Góður þessi hjá þér Hólmdís auðvitað sjáum við breytingar og eins og ég hef margsagt við verðum að vera með góða eftirfylgni með nýju fólki.
hefði viljað hitta þessa frábæru konu Láru Hönnu, en það verður kannski seinna.
Knús frá Húsavíkinni okkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2008 kl. 21:15
OOh þá hef ég talað við sama fréttamann og þú, hann spurði mig sömu spurninganna, og dóttur mína líka. Þetta var góður fundur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:10
Wall Street Journal Það er bara svona. Ég leitaði.....á skjánum en fann ykkur ekki.....svo skrifaði ég nokkra "pistla" í aðra Journala í kvöld.
Fundurinn var góður....og ef þú ert ennþá atvinnulaus næsta laugardag, mætum við saman.
Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:38
Sammála Jakobína Ingunn
Lilja Guðrún takk og burt með spillingarliðið
Knús til Húsavíkur sem er nafli alheimsins Milla!
Góður fundur JK
Sigrún við förum saman engin spurning
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 02:08
Gódur pistill elsku Hólmdís.Eigum svo mikid af gódu fólki sem færi mikklu betur med landid okkar en teir sem stjóra tví núna.
Burt med spillingarlidid straks.
Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 08:17
Heldurðu að hann hafi skilið þig? Þú manst hvernig Darling skildi Árna dýralækni og þó varð hann dýralæknir í Skotlandi.
Haraldur Bjarnason, 16.11.2008 kl. 08:26
Takk Kjarriog Jyerupdrottnig
Halli það er spurningf....en Lára Hanna skilaði sínu vel
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 14:08
það þýðir ekki að fara í kosningar með sama fólkinu - það er satt! En ég er fegin að einhver er jákvæður, ég sé ekki stjórnmálamennina víkja.
gangi þér vel í atvinnuleit
Sigrún Óskars, 16.11.2008 kl. 16:07
Takk Sigrún
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 17:06
Seisei, átt þér greinilega aðdáanda í Kjarranum HH, til hamingju með það!
Og þrýstingur á þingframboð að aukast?
Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 19:52
Ég er sammála þér í mörgu, Hólmdís, en finnst þér þá virkilega besta lausnin að stofna til kosninga núna? Leysa allar umræður upp, allir flokkar fari í kosningaslag og hver á þá að vinna verkin okkar á utanríkismarkaði? Og svo tekur ný stjórn við, og hún þarf tíma til að slípa sig saman..... hvað heldur þú að fari margar vikur í þetta? Kannski 8 vikur, eða 12..... Höfum við efni á því að detta út úr samningaumræðum við umheiminn á þessum stundum? Eða gerir þú ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir bæði sinni stjórnarhlutverki og kosningabaráttu á sama tímanum. Ég held ekki og mér finnst þetta algjörlega óraunhæfur kostur.
Þjóðin mun kjósa eftir tvö ár, kannski fyrr en ekki akkúrat núna. Núna er ekki tími né staður til að tala um það. Ég held að okkur sé best borgið með að hafa það fólk sem hefur sambönd út í heiminn, við stjórnvölinn. Við megum heldur ekki tapa tíma. Og til að vera real, heldur þú í alvöru að vinstri grænir hafi betri lausnir? Eða frjálslyndir? Ég held að við höfum ágætt fólk þarna akkúrat núna, það þarf samt að svara fyrir sinn hlut seinna og það mun gera það. But, lets use them now when they're hot.....
Lilja G. Bolladóttir, 16.11.2008 kl. 20:10
Ég vil kosningar eftir nokkra mánuði en ég vil setja utanþingsstjórn strax vegna þess að þessi stjórn er rúin trausti. Ég vil alla spillta stjórnmálamenn burt. Það er mín skoðun Lilja. En kosningar eru ekki raunhæfar fyrr en flokkarnir hafa tekið til hjá sér.
Magnús gott að eiga aðdáendur!
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.