17.11.2008 | 00:50
Ég er hrædd....og ég skil þetta ekki.
......Ég skil ekki að það sé hægt að gera svona samkomulag án þess að það sé rætt á Alþingi og við þjóðina. Og enginn virðist vita hvað þetta kostar okkur. Þetta gerir ríkisstjórn sem er rúin trausti.
Kannski var þetta það eina sem hægt vara að gera í stöðunni....ég veit það ekki. Gátu Íslensk stjórnvöld ekki staðið á því að þetta færi fyrir dómstóla? Hvernig á 300 þúsund manna þjóð að geta borgað þetta? Þegar fólkið er að tapa vinnunni og heimilunum. Og flýja land. Hverjir verða eftir til að borga þetta?
Ég get kannski fengið hús í Danmörku.....nú skoða ég alla möguleika. Ég vil ekki borga þennan reikning.
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er með ólíkindum.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:54
Úff, ég vona að þú þurfir ekki að fara, en ég skil þig vel.
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:08
Finnst ykkur þetta ekki skrýtin afgreiðsla.....á gríðarlega stóru máli?
Sigrún það er bara ein hugmyndin að láta sig hverfa í nokkur ár. Ég held að það verði svo erfitt hérna. Það er laust hús í Billund.....þekki eigandann.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 01:19
þetta reddast allt saman..þetta virðis voða hrikalegt en núna þurfið bara að róa ykkur og hugsa um heilsuna ef þið viljið flýja besta land i heimi eins og dorit
..þá er það allt i lagi...EN þetta reddast allt Bara einn dag i einu...
jon hjalpar (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 02:50
Nei ég skil þetta ekki heldur
Sporðdrekinn, 17.11.2008 kl. 03:09
Takk Romeo. Vann einu sinni nokkra mánuði í Danmörku.
Jon hjalpar.....þetta er hrikalegt
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 03:09
Sporðdreki.....venjulegt fólk getur ekki skilið þetta
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 03:15
Það varð að leysa þetta mál og mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé þolanleg lausn. Það hefði ekkert þýtt fyrir okkur gefa Evrópu langt nef og neita að borga, því miður. Með þessari lausn er líka kominn vettvangur fyrir því að flýja land, því að ef ekki hefði verið samið um lausn, þá finnst mér hæpið að Íslendingar væru aufúsugetir í öðrum Evrópulöndum.
Arnar Steinn , 17.11.2008 kl. 08:07
Dolli....mig langar ekkert að flytja til útlanda.....held bara að það verði ekkert gott að vera hérna.
Arnar Steinn....ég reikna með að þetta hafi veriðeina færa leiðin í stöðunni....
Gunns....ég hef líka mikið hugsað um aldraða og öryrkja sem eiga ekkert val. Fyrir mig hefur verð erfitt að láta enda ná saman til þessa og get varla séð annað en það versni.....þó ég reikni með að geta fengið vinnu aftur. Ég hef rétt á að vera skíthrædd............
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 09:22
Það er ágætt að búa á Norðurlöndunum ef maður hefur vinnu. Ég held þó að yngra fólk verði frekar tilbúið til þess að rífa sig upp. Ég er arfareið við þessa vitleysinga sem hafa komið þjóðinni, okkur, í þessa stöðu.
Hvað sem öðru líður er sennilega mikilvægasta verkefni samtímans að halda fólkinu á landinu. Það er hætt við því að við fáum það ekki til baka margt hvert ef það fer.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:24
Jakobína....þaðáað leggja höfuðáherslu á að halda fólki á landinu. Reynsla Færeyinga er sú að fólkið sem fór úr landi í þeirra kreppu hefur ekki skilað sér til baka. Það verður fyrst og framst ungt fólk sem fer
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 10:57
Og þú ert enn ung og gjafvaxta Hólmdís!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 23:13
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.