17.11.2008 | 15:14
Guðni segir af sér þingmennsku
........eftir því sem DV segir. Vonandi koma fleiri á eftir. 2 framsóknarmenn farnir á nokkrum dögum vegna innanflokksátaka. Valgerður ætti að hugsa sinn gang. Alvarlega.
Hvenær fer fólk að segja af sér vegna afglapa? Hvenær axlar fólk ábyrgð?
Burt með spillingarliðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hólmdís Hjartardóttir
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú svo græn að ég taldi Guðna vera hreinan og grænan, en kannski var hann bara í snillingaliðinu, taldi samt að þeir hefðu snúið honum í kringum sig í síðustu ríkisstjórn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 19:21
Guðni var auðvitað í fyrri ríkisstjórn....hann er miklu heiðarlegri en Valgerður held ég.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 19:32
Ætla ekki að dæma það, þú veist að hún er eigi ætíð best músin sem læðist.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 21:02
Er þá Guðni að segja af sér til að sýna að hann axli ábyrgð, svona eins og hann sagði að Bjarni væri að axla ábyrgð í hans tilfelli. -
Kannski er Guðni að axla ábyrgð á þeim gjörðum sem sú ríkisstjórn sem hann sat í sem ráðherra, gerði. - Og vonandi fylgja fleiri í fótspor hans.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:06
Nei hann er ekki að axla ábyrgð á gjörðum fyrri ríkisstjórna þetta eru innanflokksátök. En vonandi segja fleiri af sér....nú er eftir 61
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 21:12
Þeir fylla alltaf í skörðin, þau fá aldrei að standa tóm.......það er annað en hjá okkur, þar sem það er bara látið vanta á vaktina og þeir sem eru fyrir vinna bara meira.
Svo það eru ennþá 63, sem þurfa að fara.......
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:19
Vonandi fylgja fleiri í fótspor Guðna.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 17.11.2008 kl. 23:01
Geir og Solla umhverfast ef minnst er á afsögn einhvers úr þeirra röðum. Skilja ekkert í svoleiðis ósvífni. Davíð náttúrulega bara brjálast ef hann er spurður enda hefur sá drengur, svo spilltur af eftirlæti sem hann er, aldrei þurft að virða skoðanir annarra.
Víðir Benediktsson, 17.11.2008 kl. 23:02
En Sigrún ....það er þó nýtt fólk..........
já Anna Ragna
Víðir.....hjálpi þér haningjan þau eru með tappa í eyrunum
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 23:18
Já, tvær Harðardætur að öllum líkindum í staðin, þó ekki systur held ég. Önnur þegar komin inn og landsþekkt sprella hér í eina tíð, Helga Sigrún, vann t.d. á Aðalstöðinni um árið og gerðist til dæmis svo kræf að fækka fötum hressilega í íeinu samkvæmi stöðvarinnar fyrir framan Eirík nokkurn Jónsson sérstaklega! SEinna vann hún svo í útvarpi Umferðarráðs og þótti þar sumum hún býsna frjálsleg og opinská í tali! Hin heitir Eygló sem sögð er næst inn á eftir Guðna, veit nú ekkert um hana nema það sem stendur í Mogganum.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 23:34
En Hólmdís, engin ástæða til að fegra Guðna karlinn,fáir ef nokkrir stóðu betur við bakið á DO eða töluðu fallegar um hann en Guðni er þeir voru árum saman í stjórn og Guðni stóð dyggilega að einkavæðingu bankanna, lögum á örytkja og fleira sem ævarandi verður honum og B til skammar!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 23:39
Tralalalalalala....nú er gaman ! Eins og ég hef alltaf sagt; flokkakerfið er úrelt og til trafala við alla eðlilega þróun þessa lands, flokkarnir snúast eingöngu um sjálfa sig og sína hagsmuni, þeir geta ekkert annað. Þessvegna eru flokkarnir bara fyrir, af hverju gengur illa að fá allt hreint um ábyrgð í hruninu mikla ? Er það hugsanlega vegna þess að það þjónar ekki hagsmunum flokkanna ? Hversvegna hafa embættismenn ekki sagt af sér eða boðist til að útskýra á fullnægjandi og skiljanlegan hátt, hvað gerðist, hvers vegna, og hverjir bera ábyrgð ? Hvaða hagsmuna á að gæta í þessu öllu saman ?
Burt með flokkana ! Ég vil fá þetta land rekið á sömu forsendum og í atvinnulífinu, þar sem engum heilvita bissnessmanni dettur í hug að láta einhverja flokksgæðinga gegna mikilvægum stöðum í fyrirtækinu ef þeir uppfylla ekki skilyrðin.
Dýralæknir í fjármálaráðuneytinu.....ég meina hvað er að okkur ? Af hverju látum við þetta yfir okkur ganga...mér finnst það í meira lagi dularfullt...hvað heldur fólk svo að gerist ef við kjósum eftir gamla kerfinu í vor ? Heldur það að eitthvað breytist annað en andlitin á skjánum í Kastljósinu eða Silfrinu...og varla það...Nei og aftur nei! Nýtt kerfi takk þetta er orðið ágætt af flokkabröltinu, innanbúðaerjum þeirra og SPILLINGUNNI sem þrífst í skjóli flokkanna......fyrirgefðu Hólmdís, að ég er margorður...
Haraldur Davíðsson, 17.11.2008 kl. 23:54
Eygló mun vera systir Bjarna....las það einhvers staðar. Kannski bara bull. Annars skal ég ekkert fegra karlinn. Aldrei kaus ég framsókn!!!!!!! Og græt ekki þótt flokkurinn sé í andaslitrunum. En sumir segja að hann stofni nýjan flokk með Bjarna og jafnvel Sturla bílstjóra hvurn ég get nú ekki séð fyrir mér sem stjórnmálamann.........
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 23:57
Haraldur þú ert bara nokkuð hress....skrifar heila ritgerð. Ég vona að eitthvert nýtt kerfi komist á. Ég held að það verði erfitt ef upp kemur haugur af nýjum flokkum. Fólk þarf allavega að hafa meira um það að segja hvernig raðast á lista en helst vildi ég fá að kjósa fólk.....fækka þingmönnum um helming.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 00:02
2 af 63 farnir, hver ætli verði næstur? Þetta virðist vera að ganga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 00:27
Vona að þetta sé bráðsmitandi JK
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.