Davíð fellir ríkisstjórnina

...........ég er búin að lesa fréttir af þessum fundi í öllum fjölmiðlum.  DO segir að fundað hafi verið með ríkisstjórninni í febrúar um aðsteðjandi hættu. Það er falleinkunn á ríkisstjórn.  En lítið var brugðist við.   Ef ríkisstjórnin hefði fengið lán hjá IMF fyrr.......hefði það ekki komið í veg fyrir þetta algera hrun sem orðið er? 

Yfirvöld hefðu átt að vara almenning við yfirvofandi vanda ( sem þau gerðu frekar lítið úr) Þá stæðu margir betur í dag.  Fólk hefði frestað íbúðakaupum og öðrum fjárfestingum.

DO segir einn mann skulda 1000 milljarða í íslenskum bönkum.  Trúlega á hann við stórvin sinn JÁJ.  Hvar var þá fjármálaeftirlitið?

Davíð sjálfur er greinilega  jafnsaklaus og nýfætt barn.  Íslensk börn fæðast nú hins vegar stórskuldug......

Annars fer að verða spennandi að fylgjast með.  Tími uppgjöranna er kominn.

Mín niðurstaða er enn og aftur sú að allt stjórnkerfið brást.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað eru 2.flokkar í stjórn  undi hvorn flokkinn heirir fjármálaeftirlitið?

Hannes (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hannes ég veit að það eru tveir flokkar í stjórn og FME heyrir undir Björgvin.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ég mátti svosem vita að besti vinur Davíð, Hannes Hólmsteinn væri í bankaráði Seðlabankans. Þegar ég sá það þá varð ég virkilega hræddur. Nú berast þangað peningar fljótlega, já mestu peningar, sem hingað hafa komið að láni. Ef það væri nú bara að það rigndi upp í nefið á HH, en það er miklu verra en það.

ÞJÓÐARSÁLIN, 18.11.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Úff Láki.....þetta lítur illa út.  Það er makalaust merkilegt að HHG sé í Seðlabankaráði.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

DO mun draga marga með sér í fallinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 11:18

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má búast við því að fljótlega verði íhaldshnífarnir jafn mikið á lofti og framsóknarhnífarnir hafa verið.

Haukur Nikulásson, 18.11.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

JÁJ skuldar enga 1000 millj. persónulega, þetta er sama gamla óráðsgrautarhjalið í sömu skítugu skálinni hjá DO!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 21:23

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haukur já þeir eru að brýna kutana

Auðvitað Magnús

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband