Nú hefst sprengjuregnið.

.....Ég skal éta hatt minn ef við eigum ekki eftir að fá stórtíðindi í dag.  Það er kominn bullandi ágreiningur á milli Davíðs og Geirs.  Ágreiningurinn innan ríkisstjórnar augljós.  Það bendir hver á annan.  Vænti fleiri afsagna í dag.  

Ég vil utanþingsstjórn strax.

Kýlið er sprungið og nú vellur drullan upp.  Sem er gott mál.   En staðan er kolbikasvört.

Að þessu loknu fæðist Nýja Ísland.


mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þegar Davíð bítur frá sér, er hann ansi eitraður.....nú virðist hann hafa bitið sjálfan sig í tunguna

Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er þetta leðurhattur!

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún satt er það...........en Geir segir ekkert kalla á pólitískar afsagnir.  Hann hefur ekkert frétt af öllum mótmælunum

Halli minn ég ét bara hattinn sem ég gifti mig með um árið..............

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Rannveig H

Held að það sé ekki alveg sprungið því er nú ver. En það er örugglega svo langt gengið að það duga engir plástrar. Þú lætur nú bara útbúa marsipanhatt það eru fordæmi fyrir því.

Rannveig H, 18.11.2008 kl. 17:02

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rannveig Samfylkingin er að funda núna.......

Napoleonshattar eru ágætir

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessir karlar eru eins og smákrakkar í sandkassa. Skammt í að þeir fari að uppnefna hver aðra (skríll, óreyðumenn, lýðsskrumarar, nornaveiðarar.....)....kannski er svo ekki langt í að allt springi framan í þá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:33

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Usss ekki lítilsverða smákrakka í sandkassa svona Jakobína,  En ekkert breytist nema að VIÐ breytum því....

Haraldur Davíðsson, 18.11.2008 kl. 20:40

8 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Ekkert gerðist. Maður er bara orðlaus ...

Jóhann G. Frímann, 18.11.2008 kl. 20:44

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jakobína það er sprungið

Það er að breytast Haraldur

JGFI.....jú það gerðist eitthvað er handviss um það. En þau verða að ræða við samstarfsflokkinn áður en það fer í fjölmiðla.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 20:52

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt ennþá við hið sama, ekki einu sinni ég sprungin á limminu!

En sé þetta alveg fyrir mér, himinsæl með "Hjúkkubátin" og hann er nú auðvelt að snæða!?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 21:58

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband