FJÖLDI ATVINNULAUSRA EYKST UM 100-150 Á DAG

Hversu lengi stendur ríkið undir að greiða atvinnuleysisbætur............verða þær lækkaðar með vaxandi fjölda?    Verður það hagur ríkisins að við flýjum land?

Atvinnuleysibætur eru tekjutengdar     hvers vegna?.......ættu þær ekki að vera jafnar til allra? Þarf líka að stéttskipta atvinuleysingjum? Ég beini þeim tilmælum til fyrirtækja sem fara í þrot að gera ekki fólk atvinnulaust í miðjum mánuðinum  því þá fær fólkið ekki atvinnuleysisbæturnar næstu mánaðamót á eftir.  Ég varð svo óheppin að missa vinnuna 15. nóvember og fæ því engar bætur 1. desember............og finnst það fjári fúlt.

Mín spá er sú að fjöldi ráðherra og stjórnmálamanna missi vinnuna sína eftir áramót.  En þeir eru vafalaust búnir að tryggja réttindi sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Atvinnuleysisbætur eru tekjutengdar upp að 300 þúsundum, þannig að við sleppum en það er held ég bara í 3 mánuði. Þetta er auðvitað vegna þess að fólk er með skuldbindingar miðaðar við tekjur, eins og húsnæðislán. . Hins vegar ætti að borga bætur strax, óháð því hvenær fólki er sagt upp. Hafir þú verið á föstum mánaðarlaunum með greiðslu fyrsta hvers mánaðar átti að segja þér upp þann fyrsta. En fyritækið fór lóðrétt á hausinn og þannig er það í einkageiranum, svona gerast kaupin þar. Ef við einkavinavæðum allan pakkann verður þetta svona,,,,,sorrrý

Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er gaman að þessu Halli.............eller hitto

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband