Hlutabréf í nýju bönkunum.

............Allar líkur eru á því að bankarnir verði einkavæddir á ný. Þar sem almenningur borgar bókstaflega allt sitt og er settur í eilífðarþrældóm vegna bankanna er ekkert nema sanngjarnt að við fáum hlutabréf í þeim nýju.  Hver einasti Íslendingur ætti að fá hlutabréf í öllum bönkunum.  Þannig að nýjir bankabarónar verði að kaupa af okkur.

Ég er ekki tilbúin að borga þetta sukk.  Ég bara get það ekki frekar en flestir Íslendingar.  Ekkert sannfærir mig um að það sé sanngjarnt.


mbl.is Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Góð hugmynd.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 03:41

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað og í fiskveiðikvótanum líka.

Haraldur Bjarnason, 27.11.2008 kl. 06:41

3 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Sammála, það er þjóðin sem á bankana núna - Þess vegna sjálfsagt að þjóðin fái hlutabréf.

Það er mjög nauðsynlegt í Nýja Íslandi að komið sé í veg fyrir að bankarnir lendi á fárra höndum. 

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 27.11.2008 kl. 08:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góðan daginn öll mér finnst þetta bara sanngirnismál...og líka með kvótann.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

sammála, góð hugmynd

Margrét Guðjónsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir það Margrét ef við fáum að ráða einhverju á nýja Íslandi verður þetta gert.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 11:09

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er reyndar eldgömul hugmynd hygg ég bæði með kvótan og bankana, að hver og einn einasti Íslendingur ætti að fá sent hlutabréf fyrir sinni eign. (fyrirgefðu Hólmdís mín að leyfa þér ekki að eiga hana!) Og reyndar voru það tveir hygg ég báðir hægrimenn sem köstuðu þessu fram fyrst að ég heyrði og það hér fyrir norðan, kennararnir Sigurður Eggert Davíðsson lengi í GA og Gísli heitin Jónsson menntaskólakennari!Skrifuðu man ég oftar en einu sinni greinar í DAg m.a. um þetta. Pétur garmurinn Blöndal tók þetta svo einvhern tíman upp, en eins og með svo margt fleira úr hans munni, þá veit ég ekki hversu mikil alvara bjó að baki.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 18:08

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En Magnús þetta er ekkert nema sanngjarnt .

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 18:12

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, en þá er bara spurning um framkvæmdina, allavega ekki auðvel d í tilfelli kvótans!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús en nú kom tækifærið með kvótann.....neyðarlög vegna séraðstæðna

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband