1.12.2008 | 11:21
Fullveldisdagurinn ætti að vera hátíðisdagur.
...........En er hann það í dag? Almenningur hefur verið sviptur fjárræði. Við höfum verið dæmd í ævilangt skuldafangelsi. Þeir sem settu okkur í þessa ánauð sitja allir sem fastast. Í dag fæ ég hvorki greidd laun né atvinnuleysisbætur. Nú fæ ég að prófa að lifa á loftinu. Mig langar ekkert að flytja úr landi............hef enn einhverjar óraunhæfar væntingar um að hægt verði að lifa hér. Það er erfitt að fara úr landi með unglinga í skóla. Þegar hvorki er hægt að selja eða leigja. Þegar ekki er hægt að flytja peninga með sér. Vinnufélagi minn hjúkrunarfræðingur hefur sótt um vinnu í Danmörku og Noregi........þar er eftirspurnin svo mikil að hún getur valið úr störfum.
Ég er döpur og reið.
Von mín felst í því að okkur takist að breyta samfélaginu. Að við fáum stjórnvöld sem setur fólk í forgang.
Mætum á Arnarhól klukkan 15:00 í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kemst ekki en vonandi verður sýnt frá fundinum. Eigðu ljúfan dag mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 11:39
Sömuleiðis Ásdís mín
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 11:42
Hafðu ljúfan dag Elskuleg
Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 12:07
Er að fara á kvöldvakt en mæti samt.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 12:22
Sömuleiðis Brynja
Sjáumst Anna Ragna
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 13:07
Til hamingju með daginn, ég vona að það rætist úr.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.12.2008 kl. 14:16
Ég er með tillögu til þín og Rannveigar
Að þið farið upp og haldið ræðu þið eruð báðar svo góðar að segja hlutina á réttan hátt.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:29
sammála Önnu Rögnu, þó ég þekki ekki Rannveigu þá er ég viss um að þú værir góð þarna á ræðupalli
Margrét Guðjónsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:01
Á pallinn með þig
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 16:26
ja stelpur...............er alveg fóbísk að tala opinberlega!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 17:32
Takk Sigurgeir Orri
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 17:35
Takk fyrir samveruna í dag Þinn tími mun koma, fyrr eða síðar
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 17:57
sömuleiðis Sigrún mín
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 18:11
Og hvað skildi gerast þá, þegar Hólmdísartími mun koma?
Kannski himnarnir muni opnast og hamingjan flæða!?
Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 18:58
Auðvitað hr. Magnús
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 19:23
Anna guð var sniðugur þegar hann fann upp visa!!
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 22:48
Guð fann ekki upp visa. Það var kapítalisminn. A la Hannes. Djöfullinn getur birst í ljósengilsmynd.
Víðir Benediktsson, 1.12.2008 kl. 22:51
Víðir...ég veit, ég veit.
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 23:26
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.