Á tyllidögum er ég mannauður, hvunndags er ég skríll.

..............Við Sigrún  Jónsdóttir bloggvinkona fórum  á Arnarhól í dag.  Ég týndi á mig 16 flíkur....ull,flís og kashmere.   Ég tel mætinguna hafa verið góða þegar tillit er tekið til nýstingskulda og að það var vinnudagur.  Það þorir enginn að missa úr vinnu á þessum síðustu og verstu.  Þarna mættu á bilinu 1-2000 manns.  það fer eftir því hver telur.   Hitti strax Andrés vin minn sem var að koma heim frá París..........námslánin hans duga ekki til framfærslu.   Hann sagði mér að frönsku blöðin hefðu eytt heilu opnunum í að fjalla um ástandið á Íslandi.  Í dag mótmæltu Íslendingar í París.

Ég get ekki kyngt því að enginn hafi enn axlað ábyrgð. Enginn hefur beðist svo mikið sem afsökunar.  Nei það er bent á að kreppan sé alþjóðleg.   Jújú hún er það.  Og svo benda menn hver á annan.  Ég bíð eftir að heyra í litlu gulu hænunni.  En engin þjóð fer eins illa út úr þessu og Íslendingar..................og við vitum hvers vegna.

Í stað þess að ráðast inn í Bleðlabankann   gerðum við innrás á Hressó þar sem við fengum heitt að drekka og veitti ekki af.  Við munum báðar fara á Austurvöll á laugardaginn klukkan 15:00.


mbl.is Endurvakin sjálfstæðisbarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið eigið óskipta aðdáun skilið, þér hörðu en ómisandi íslensku valkyrjur!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég mætti líka á Arnarhól, en hitti ykkur ekki

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þakk þér Magnús.

JK það er hending í svona þvögu hvort maður hittir fólk..........sjáumst bara á Austurvelli á laugardaginn.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þakka

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 01:23

5 Smámynd: Agný

Var ekki þarna...en á myndir frá fyrstu mótmælagöngunni.. 1 nóv

Kanski kann þetta fólk bara ekki að biðjast afsökunar...þó þær dugi nú skammt...En ég held það væri tilvalið að seðlabankastjóri og forsetisráðherra færu að gyrða sig sultarólinni frægu sem Davíð skipaði landsmönnum að gera fyrir x árum...Þetta lið er sko með allt niður um sig...Kanski líka vera með axlabönd...veitir ekki af

Agný, 2.12.2008 kl. 03:55

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fyrirsögnin er brilliant

Takk aftur fyrir daginn, næst verðum við komnar á útvarpsjeppann

Sigrún Jónsdóttir, 2.12.2008 kl. 07:26

7 Smámynd: Beturvitringur

Dyraverðir, símaverðir, móttökuritarar eru ANDLIT FYRIRTÆKISINS dags daglega en á útborgunardögum, - gólfmottur.

Beturvitringur, 2.12.2008 kl. 11:48

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Agný sammála.

Já Sigrún takk fyrir hrósið á daginn.  Gaman að rúnta á Audi jeppa.

Svo satt Beturvitringur.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 12:11

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti að vera hrósið og daginn

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 12:24

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snjöll fyrirsögn hjá þér stelpa

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 12:54

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir það Ásdís

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 14:16

12 Smámynd: Sigrún Óskars

frábær fyrirsögn - þetta er eitthvað svo landspítala-legt.

Sigrún Óskars, 2.12.2008 kl. 21:48

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hahaha Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband