Búið að staðsetja helvíti á landakortinu.

.................Reyndar vissum við af fordyri helvítis úr gömlum skruddum.  Danir hafa staðsett helvíti hér á Íslandi. Aðgangsorð hroki og frekja. Það er sárt að lesa þetta en því miður margt til í því.  Mannorð okkar er stórskemmt.

Því miður er Ísland þegar orðið  að helvíti fyrir marga sem eygja enga von.

Spillinging hefur viðgengist hér í áratugi.  Í viðskiptalífinu og stjórnmálunum. Það þarf algera uppstokkun til að laga þetta.  Þar verður nýtt fólk að koma að.  Á öllum vígstöðvum. Það verður að skipta um  í brúnni.  Það þarf að skera allt meinið í burtu.

Hvernig getur það gerst eftir algert efnahagshrun og niðurlægingu að sama fólkið situr enn við völd alls staðar?  Hvernig getur það gerst að fólk fær mánuði til að hylja spillingarslóðir sínar? Þetta er vægast sagt rotið og ógeðslegt.

Mætum á Austurvöll klukkan 15:00 á laugardaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 12:35

2 identicon

Ég hef lengi haft efasemdir um áróðurinn gegn dönum í íslandssögunni. "Djöfullinn danskur".

Ef sama fólkið ætlar að halda sínu striki, þrátt fyrir öll þessi ósköp. Að hlaða undir eigin rass á meðan við, almúginn, þurfum að borga skuldirnar þeirra, þá hlýtur það að kalla á að vera fjarlægt með ofbeldi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís mín þú ert ágæt

Húnbogi við verðum að komast upp úr þessu spillingarfari.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.12.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Sigrún Óskars

já og er ekki sama fólkið að stjórna bönkunum?

Sigrún Óskars, 3.12.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var að tala um mótmæli mín í vinnunni í kvöld og var spurð að því.  "Hvað viltu fá í staðinn?"  Nefndu nöfn, mér varð orðs vant aldrei þessu vant.  Hverjum treysti ég í dag?  Ég held að ég treysti engum til þess að taka við..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband