6.12.2008 | 01:02
Smekkfugl
Auðvitað er hvergi betra að vera en á Húsavík. Og endur eru hnossgæti. Fátt betra en andabringur með stökkri pöru. Man samt eftir þeim ósköpum að kaupa "pekingönd" sem hvarf í ofninum.....svo feit var hún.
Þessar fálkasögur minna mig á árið sem ég var á Egilsstöðum. Við fylgdumst með smyrli veiða sér dúfu í matinn. Fyrir utan borðstofugluggann á sjúkrahúsinu. Fannst okkur það ekkert geðfellt.
En fuglarnir mínir hér úti í garði hafa nóg að borða. Ef ég gleymi að fóðra þá koma þeir næstum inn um eldhúsgluggann. Það er að segja þrestirnir. Þeir láta mig sannarlega vita ef vantar mat. Starrarnir þora ekki....eins aggressivir og þeir eru hér fyrir utan.
Fálkinn enn að á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Helst vildi ég nú vera laus við starrana -forever-. Leiðinlegustu fuglar sem ég hef nokkurn tímann setið uppi með... Þeim fylgja óþolandi flær, sem bíta bæði fólk og dýr. Auk þess sem þeir ræna berjum af öllum trjám og skemma haustið. Starrinn er eins og minnkurinn; ekki eiginlegur íslenskri náttúru.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 08:18
Starrinn er frekur. Ef mig vantar skemmtiatriði hendi út smjöri eða smjörlíki ög þá hefjast virkileg slagsmál. Nei ég vildi heldur bara þrestina. Eða silkitoppurnar sem hún móðir mín fær að fóðra
Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 11:11
Starrarnir eru skemmtilegir fuglar, þeir eru allavega skemmtilegir hérna á Álftanesinu. Flær eru á fleiri fuglum en starranum get ég sagt ykkur.
Sigrún Óskars, 6.12.2008 kl. 17:41
Ég þori víst að koma inn til þín. Og svo er ég ekkert frekur.
Starri Hjartarson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.