Jólaseríuraunir.

........Það var eins og við manninn mælt þegar ég ákvað fyrir viku síðan að nú  yrði sett í fluggír í jólaundirbúningi.  Ég bara varð veik og hef verið það síðan.....og hef sofið eins og hvítvoðungur (eða öldungur) megnið af sólarhringnum.  Hef samt látið mig hafa það að fara á tónleika og fundi.  Greindi mig sjálf með "pneumonia".  Þið sem vitið ekki hvað það er þurfið bara ekkert að vita það. Setti sjálfa mig á sýklalyfjameðferð sem litlu hefur skilað.

En ég hef fyrir hver jól sett hér út 2 ljósaseríur.  Annari var hent í fyrra. Þar sem er flatur niðurskurður á flestu þennan desembermánuð ákvað ég að endurnýja hana ekki í ár. Í dag bagsaði ég svo að setja hina kringum útidyrnar. Prófaði hana að sjálfsögðu fyrst. Var komin með naglakul þegar þessu föndri lauk.  Ég sagði "verði ljós" en ekkert gerðist. Úff hvað ég var spæld.  Ég get sagt ykkur ég nenni ekki að gera þetta aftur í ár!!!!!!!!!  Það verður bara þeim mun meira af kertum við andyrið.   Þau koma nú samt blessuð jólin.

                                                           








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég sé að jólin hjá þér eru nákvæmlega eins og þau eiga að vera!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.12.2008 kl. 23:45

2 identicon

Þú ert að minnsta kosti með jól í hjarta. Það hlýtur að duga.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Seggðu, þetta kemur allt á sinn hátt. Vertu viss

Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta sleppur allt...............hefur alltaf gert það. Um leið og skatan fer að ilma eru mín jól komin.  Og Mahalia Jackson í spilaranum.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Börnin mín fundu ekki útiseríuna okkar, það er svo mikið drasl í bílskúrnum mínum  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 00:57

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skatan og góð tónlist gerir gæfumuninn.....Svo lýsir nú alveg nógu mikið frá þér sjálfri

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:11

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolla......hér er líka erfitt  að finna hlutina.....alls staðar troðið

Sigrún það er svo satt með skötuna og tónlistina.    Takk.....vona að ég sé ekki sjálflýsandi

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 01:15

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Á hvaða tónleika fórstu frk. Ljosadís?

En voðalega finnst mér kaldhæðnislegt já, að fulltrúi heilbrigðiskerfisins skuli svo hastarlega veikjast, fékkstu þér ekki allar sprauturnar?

(veit, veit, að ég veit betur, en svo gaman að spyrja stundum VITLAUST!)

En hvað með til dæmis raunamædda vin þinn í ástarsorginni,s sem þú huggaðir þarna um daginn á djamminu, (og sem ég bíð ennþá eftir að vita hvernig gekk) gæti hann ekki hjálpað og hvað með dollurnar, geta þær ekkert gagn gert!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 01:37

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég fór og hlustaði á Mogadon.......

Engar sprautur!!!!!!!

Ég huggaði raunamædda manninn bara hér í eldhúsinu.  Mér sýnist hann hafa tekið gleði sína á ný.  Hann hefur nú oft rétt hjálparhönd blessaður karlinn.

Dollurnar þykjast vera í prófum. Sjaldan gagn af þeim

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 01:47

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Búkollabaular......það hefur alltaf endað með því hingað til

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 09:46

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég sem hélt að þið hefðuð farið á sleitulaust slark með sálfræðilegu ívafi, en mér heyrist að eldhúsið þitt hafi bara dugað fyrst hann er hressari og þú kannski látið eftir honum smá axlanudd!?

Engin afsökun þó rellurnar hafi eða séu í prófum, þær verða ekki að heilögum kusum við það eitt, ég tala nú ekki um ef mamma greyið verður svona lasin!

En ertu ekki að grínast? Hélt að þið elkulega fólkið sem passið vora veiku og öldruðu, ættuð að vera sem best og mest brynjað gegn öllum pöddunum og veirunum sem grassera í kringum okkur!? En svona er þetta kannski í einkageiranum, ekki hart tekið á þessu og því ertu svona lítil og lasin núna!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband