Við borgum meira

..................Afhverju á ég að borga meira fyrir RUV til að aðrar sjónvarpsstöðvar geti frekar borgað sig?    Er ekki nær að hækka afnotagjöldin á hinum stöðvunum? Þetta er nú talsverð hækkun í kreppunni.  Það er varla hægt að seilast dýpra í vasana okkar.  Ég hef aldrei keypt áskrift að öðrum stöðvum en RUV. Játa að ég hef stolist til að horfa á doktor House á skjánum af og til. Horfi reyndar sáralítið á sjónvarp fyrir utan fréttir og fréttatengda þætti.

En ég vil hafa ríkissjónvarp og útvarp.

Mér finnst eitthvað vitlaust í þessu.


mbl.is Gjald vegna RÚV verður 17.900
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað ætti nefskatturinn að vera lægri heldur en afnotagjaldið er núna því greiðendur verða margfalt fleiri en eru núna. Nú er aðeins greitt eitt gjald á hverju heimili en eftir breytingu greiða allir skattskyldir heimilismenn nefskattinn. Hann ætti því að vera mun lægri en mér finnst nefskatturinn réttlátari.

Haraldur Bjarnason, 10.12.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vala  hlutverk RUV er allt annað en annara stöðva. Ruv hefur margvíslegum skyldum að gegna.  Má minna á hvaða hlutverki það gegnir í almannavörnum.

Afhverju er nefskatturinn réttlátari Halli. Mér finnst eitt gjald á hvert heimili réttlátara.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Í þessari frétt segir:

"Nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalds; einstaklingur og lögaðilar greiði 17.900 krónur á ári en afnotagjaldið er nú 14.580 kr".

Ég hef þá verið að borga rúmlega tvöfalt afnotagjald, því skv. þjónustureikningi mínum eru teknar af mér kr. 2.995.- pr mán. eða samt. ca. kr. 35.000.- pr. ár.

Skv. þessu lækka mín afnotagjöld um helming.....en ég er líka eini skattgreiðandinn á heimilinu.

Eða er minn skilningur misskilningur?

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 15:35

4 identicon

Röng frétt. Afnotagjald ruv er 30.190 á ári fyrir hvert heimili óháð því hve margir búa á heimilinu. Árið 2009 borga hjón afnotagjald til ruv 35.800 kr. Hækkun 5.600 kr. Fjagra manna fjölskylda kemur til með að borga 71.600 kr. á ári fyrir ruv. Þessi fjölskylda kemur til með að borga 41.410 kr. meira á árinu 2009 en hún gerir á þessu ári. Ruv.er ríki í Ríkinu og fær að vaða í peningum landsmanna endalaust. Er þetta rettlætanlegt ? Eg spyr. kv Gísli H. Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún sama upphæð er dregin af mér mánaðarlega.

Gísli ekki finnst mér þetta réttlætanlegt. Og fréttin er röng. Kannski viljandi?

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Jóhann

Almenningur borgar 35.940 á ári í dag (2.995 á mánuði ef greitt er með korti), aldraðir og öryrkjar eru að borga 2396 krónur á mánuði í boð og beingreiðslum.

Ég veit ekki betur en að 16 ára og yngri séu undanþegnir skattinum og þýðir það því að langflestar fjölskyldur munu borga 740 krónum minna á ári eftir breytinguna, einstæðingar borga mun minna en nokkrar fjölskyldur með marga einstaklinga yfir 16 ára aldrei borga meira.

Jóhann, 10.12.2008 kl. 15:47

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er einstæð móðir með 2 unglinga. Þetta er hækkun upp á 17760 á mínu heimili.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 15:58

8 identicon

Eg verð að leiðrétta færsluna mína. Staðan er þessi. Þeir sem búa einir lækka um 1/2 gjald til ruv. Tveir i heimili borga jafnháa upphæð á næsta ári og þeir gera á þessu ári. Til gamans. Það þarf laun uppá 27.850 kr. brúttó til þess að borga 17.900 kr. Kv. Gísli H. Ól.

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:49

9 identicon

í lögum frá 2007 var samþykkt að fella niður afnotagjöld og leggja á nefskatt í staðinn.  Núverandi lagasetning er einungis breyting á þeim lögum.

Svo þessi breyting 14.580->17.900 er hækkun á áður samþykktum nefskatt en ekki hvað afnotagjöld eru núna og er skýringin á hækkuninni sú að RÚV sé að missa tekjur vegna hafta á auglýsingastarfsemi.

Þeir einstaklingar sem greiða í framkvæmdasjóð aldraðra þurfa að greiða svo börn undir 16ára þurfa ekki að greiða þetta gjald.


Gunnar Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:35

10 identicon

Eftirfarandi er af heimasíðu RÚV:

"Afnotagjaldið er 2.995krónur á mánuði fyrir útvarps- og sjónvarpsnotkun, þar af er virðisaukaskattur 196 krónur. Örorku- og ellilífeyrisþegar fá 20% afslátt."

2.995 x 12 = 35.940 á ári pr. heimili er taxtinn í dag.

17.900 pr. fullorðinn einstakling verður taxtinn eftir áramót.

Heimili með 2 einstaklingum yfir 16 ára aldri mun því greiða 35.800 kr. eftir áramót.

Mitt heimili mun þurfa að greiða 107.400 á ári.

Trausti S. Harðarson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:03

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir upplýsingar og innlit

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband