Sko Kúta

...............flott hjá honum að sækja um styrkinn. Nú getur hann boðið innflytjendunum á Baukinn þar sem best er að ná sambandi við innfædda.   Annars sýnist mér á fréttinni að vinnubrögðin hafi verið til fyrirmyndar.   Eins og flest á henni Húsavík.    Annars heimsótti mig til Húsavíkur ónefndur sveitarstjóri eitthvert sumarið sem ég var að vinna fyrir norðan.  Ég sýndi honum helstu djásn staðarins.  Veðrið var eins og best verður á kosið.  Sól og norðlenskur sumarhiti. Við fengum okkur bjór á Gamla Bauk og hafnarsvæðið iðaði af mannlífi.  Sveitarstjórinn fullyrti að svona stemning finndist ekki annars staðar á Íslandi.  Á heimleiðinni grandskoðaði hann hvert hús.....til Húsavíkir vildi hann flytja.  Hann hefur reyndar ekki staðið við það.

Og nú trúi ég að Húsavík sé orðin jólalegri en aðrir bæir á Íslandi.


mbl.is Hlutu rúmlega þriggja milljóna styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

jahá.

Magnús Paul Korntop, 11.12.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér hefur alltaf litist vel á Aðalstein í verkalýðsbaráttunni.

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahá Magnús

Sigrún hann er ágætur þótt hann hafi skírt hrútana eftir bræðrum mínum

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 02:14

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gettu hvert ég hef aldrei komið?  Svarið er Húsavík og eiginlega allt austurlandið og norðausturlandið og suðurlandið og suðausturlandið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 03:18

5 identicon

Já Húsavík er skrítinn staður.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 03:37

6 Smámynd: Tína

Ég verð að segja eins og Jóna og viðurkenna að til Húsavíkur hef ég aldrei komið. En það stendur nú til bóta.................. einhvern tímann.

Knús á þig vinkona

Tína, 11.12.2008 kl. 10:36

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þau ykkar hér sem ekki hafið komið enn til Húsavíkur, eigið skemmtilega upplifun eftir.  Kúti okkar er magnaður, ekki vissi ég að hann hefði skírt hrútana eftir bræðrum þínum, frekar fyndið finnst mér.  Víkin okkar verður fallegri með hverjum degi sem líður, Milla hefur verið að segja frá ljósadýrðinni.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:29

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tína og Jóna Kolbrún þið eigið mikið eftir!!!!!!!!

Húnbogi..........kannski það

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 12:30

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott mál!

 Húsavík er fallegur bær og gott að koma þangað fer á hverju á ári.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hef ekki séð Húsavík nema í mýflugumynd þegar keyrt er í gegn um bæinn þannig að ég á einnig nóg eftir,hef ekki einu séð Mývatnssveit almennilega,þarf að bæta úr þessu .

Magnús Paul Korntop, 11.12.2008 kl. 13:35

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís Húsavík er flottust

Anna Ragna............því miður fer ég bara einu sinni á ári.

Magnús þú verður að æta úr þessu.  Og allir verðaað koma í Vesturdal sem mér finnst fallegasti staðður á Íslandi

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 13:42

12 identicon

Þó að Kúti sé uppátækjasamur, þá finnst mér samt of ótrúlegt að hann hafi skírt hrútana.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ok Húnbogi.....hann gaf þeim nöfn!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 17:12

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þú átt nú allt þitt fólk þar í grenndinni og þér er velkomið að hjálpa mér í sumar að setja niður plöntur.

Boðið verður upp á rauðvín eða aðra svalandi drykki að verki loknu

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 17:38

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ert með hús þarna einhvers staðar Anna Ragna?

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 17:43

16 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Húsið heitir MÓÐIR NÁTTÚRA

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband