12.12.2008 | 10:21
Súpueldhús
....................Það eru þúsundir sem eru að leita til hjálparstofnana eftir matargjöfum. Fólk er farið að slást um mat því þessar stofnanir hafa ekki nóg fyrir alla. Þetta mun bara versna næstu vikur og mánuði. Ekki batnar þetta við þær auknu álögur sem ríkisstjórnin er að setja á fólk núna. Af því það er svo sanngjarnt að allir taki skellinn. Ég sé reyndar ekki sanngirnina í því. Það er kannski tímabært að stjórnvöld opni súpueldhús fyrir þegna þessa lands. Smáþakklætisvottur til okkar sem eigum að borga fyrir sukkið .
Burt með þetta spillingarlið. Ef það fer ekki burt neyðumst við til að fara.
Það er sanngjörn hugmyndin hennar Lilju Guðrúnar að hafa alla þegna landsins á sömu launum í gegnum þennan brimskafl.
Ég á reyndar ekki fyrir mat en á meðan Visa kortið er opið kaupi ég hann.
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt þetta bruðl sem verið hefur í gangi bitnar á fjölskyldum þessa lands.Skömm
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 11:57
Það er víða erfitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 13:44
Já það er víða erfitt.
Skömm að þessu.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.12.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.