Mér er kalt á tánum.

............DV.is segir að 1-2000 manns hafi mætt á Austurvöll.   Það mættu fleiri en ég gerði ráð fyrir í kuldanum. Og allir þögðu nema 2-3 karlar sem buðu smyglaðan bjór á spottprís.

Það var nefnilega þannig að það voru karlarnir sem gátu ekki þagað Wink

Eftir fundinn fór ég og hlýjaði mér inni í Eymundsson.  Skoðaði nýju bækurnar við undirleik Tómasar R Einarssonar.  Skemmtileg stemning í búðinni.


mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

það er bara til eitt ráð við fótkulda. Koma löppunum á sér í hlýrra umhverfi. Annars þýðir ekkert að mótmæla, ríkisstjórnin er með lýðræðisskráp sem verndar hana fyrir röddum almennings. Skoðaðu þessa frétt og taktu sérstaklega vel eftir orðum Guðlaugs Þórs.

Víðir Benediktsson, 13.12.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef þér er kalt á tánum settu á þig húfu, segir gamalt máltæki. Mesta hitatap mannslíkamans verður um höfuðið.

Hvar er annars þessi frétt á Vísi?

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 17:25

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei þetta hefur ekki áhrif á ríkisstjórn sagði hann.....en ég trúi að þetta hafi áhrif

Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fyrirgefðu Theodor.....það var víst DV.is....er búin að leiðrétta

Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þér farið að hlýna??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hugsaði til ykkar. Kuldinn var hrikalegur í dag, þannig að mæting var góð miðað við það.

Vona að þér sé farið að hlýna

Sigrún Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:07

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tásurnar löngu orðnar heitar

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég og dæturnar stóðum framarlega hægra megin við innganginn í Alþingishúsið, á bakvið Láru Hönnu  og hennar mann. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:31

9 Smámynd: Idda Odds

Kuldi er afstætt hugtak og háður þeim klæðnaði sem konur eru í hverju sinni. Mér hlýnaði við að lesa þessa færslu þína (manni verður heitt í hamsi af því að vita að maður er ekki ein í sinni skoðun. Spurningin er hvað er hamsi?)

idda

Idda Odds, 14.12.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sé ykkur næst Jóna Kolla

Já Idda  heitt í hamsi....er ekki hamur skap?

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 01:43

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þá ætti það reyndar að vera heitt í hami!

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 01:47

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hamsatólg..................

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 01:49

13 Smámynd: Idda Odds

Betra er skap en skapleysi, geð en geðleysi, ást en ástleysi, skoðun en skoðunarleysi og hár en hárleysi. Það sem skiptir máli er að sofna ekki á verðinum. Láta í sér heyra! (reyndar á það ekki við í dag þá áttum við að þegja). Þögnin er alveg stór merkilegt fyrirbæri. Hún getur orðið ærandi. Gat ekki mætt í dag sökum vinnu en þagði engu að síður. Er sannfærð um að á endandanum höfum við betur. Afmáum ósómann barna okkar vegna.

Idda

Idda Odds, 14.12.2008 kl. 01:52

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Idda ég er sannfærð um að mótmælin hafa áhrif.   Þögn getur sannarlega verið ærandi

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 01:56

15 identicon

Ég gat ekki mætt. Komst í háttinn rétt fyrir hádegi og svaf of lengi. Þriðjudagurinn er frídagur

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:14

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þó kali mínir frísku fætur,

frostið herpi saman gogg.

Þá hlýnar mér um hjartarætur,

Hólmdísar að lesa blogg!

Annars er ég með nettar en nautsterkar hendur Hólmdís mín, ef þig skildi dreyma um dásemdartánudd!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 03:41

17 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Kvitt og kveðjur

Magnús Paul Korntop, 14.12.2008 kl. 06:13

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi........þu mætir þegar þú getur

Magnús takk fyrir vísu og tilboð

takk Magnús Paul

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 11:45

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þér hlýnaði vonandi sjálfri enn betur á tánum við hana og hugsar málið!?

En líst vel á ef Húnbogi ætlar að heimsækja sína gömlu sveitungu, átt að NOTA hann í leiðinni ef seríur og sitthvað fleir er enn ekki klárt, drengurinn nefnilega ekki bara góðmenni og gítarsnillingur!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 13:39

20 identicon

Má koma með vísur hér?

Í kreppunni með kaldar tær

konan hérna mætir

Sagt ég get þér systir kær

að súpan þetta bætir.

Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 13:46

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús Húnbogi á að mæta í mótmæli!!  en að sjálfsögðiu gæti ég gefið honum kaffi.

Takk Offari.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 13:52

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

M'att nota hann samt líka í leiðinnni, gef þér leyfi til þess!

Fjölgar nú vísnavitleysingjum, fyrst var Hafliði á fullu (svei mér, hann bara hættur að mæta!?) svo kom fíflið ég og nú bætist við einhver "Nómaddi" á Oddi. Lengi getur vont versnað Hólmdís væn, held ég bara hypji mig,

hunskist burt og hverfi...

...botni hver sem vill!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 21:55

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

..eða sem betur getur!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 21:56

24 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ferð ekki fet Magnús.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 22:12

25 identicon

Hunskist burt og hverfi

Hveralykt er ill.

Björn í bóndans gervi.

Botni hver sem vill

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:00

26 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður Húnbogi. Ég er afleitur vísnasmiður

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 00:42

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, nei ekki slæmur hann Húnbogi. En ég fór nú samt meyja góð, en kom svo aftur.

En æ, annars ert það nú reyndar þú sem ert í alvöru að fara, fjandakornið!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.12.2008 kl. 01:05

28 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekkert ákveðið hvað ég geri...........erfitt að fara út vegna ungmeyjanna

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 01:29

29 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jahá - spurning um að mæta næst og kaupa jólabjór...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.12.2008 kl. 07:45

30 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Spurning Tinna!

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband