FLÓTTAFÓLK

........Fólk flýr landið.  þúsundir geta ekki framfleytt sér og sínum fjölskyldum.  Ríkisvaldið eykur álögur á fólk og stuðlar þannig að frekari flótta.  Ekkert er gert til að koma fólki til bjargar. Ekkert.

En enginn axlar ábyrgð. Hvernig má það vera hægt?  Sukkið heldur áfram á öllum vígstöðvum.  Það hlýtur að vera til leið til að stöðva þetta.

Þetta getur bara endað með allsherjaruppreisn.


mbl.is Íslendingar stefna til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef einhver fer ekki að axla ábyrgð og ef einhverjir verða ekki látnir sæta ábyrgð vex reiðin í Samfélaginu sem getur endað með skelfingu. Skil ekki af hverju allir sitja sem fastast þrátt fyrir að hafa verið margstaðnir að því að vera ekki starfi sínu vaxnir.

Af hverju er yfirstjórn og framkvæmdastjórn FME ekki látin fjúka? Hvers vegna eru ráðherrar sem virðast hafa verið bæði blindir og heyrnalausir ekki látnir gossa? Af hverju situr stjórn Seðlabankans ennþá?

Er pólitísk samtrygging meira virði en almannaheill? Svo stóra spurningin. Af hverju eru þeir sem ekki hafa haft manndóm í sér til þess að láta þetta ótrúverðuga fólk fjúka við völd ennþá? 

Það verður að sótthreinsa stjórnsýsluna og skera æxlin burt ef þetta á að lifast af.

Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir  það þarf algera úthreinsun.  Það er meira hugsað um völdin en nokkuð annað.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vér, gamlir komúnistar verðum að fara að stjá aftur

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 15:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Noregur er yndislegt land.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 16:20

5 identicon

Það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar sagt er um það fólk sem flýr landið sé að skilja okkur hin eftir í súpuni. Ég vill kalla þau réttu nafni  Fólk með sjálfsbjargarviðleitni.

Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halli hvað eigum við að gera?

já Ásdís...við eigum líka fallegt land

Offari hvað á fólk að gera?   Það er dýrt spaug að missa fólk úr landi. Ég er sjálf að hugsa  en mig langar að geta búið hér. 

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 17:07

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er farin að kvíða fyrir fyrir eftir áramót, hef áhyggjur af fólkinu okkar.
Ljós til þín Hólmdís mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 17:34

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bylting!!!!

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 18:20

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef eins og margi áhyggjur af framtíðinni. Það væri betra fyrir íslensku þjóðina ef hún fengi réttmætar upplýsingar um ástandið. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvað er í vændum og að brinja sig fyrir því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 18:29

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Milla ég held að það sé kolsvart framundan.

Já Halli ég hallast að því

Jakobína við erum ekkert upplýst um nokkurn skapaðan hlut

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband