Stirðir fingur

                              Nú er gott að vera ekki píanóleikari.  Get varla hreyft fingurna. Hamborgarhryggur og hangikjöt er orsökin.  (NB ekki skatan).  Það er líklega eins gott að vera ekki á svona fóðri nema um jólin. Þó mun ég steikja annan hamborgarhrygg á morgun fyrir litlu ljúfurnar mínar.

Held mig við það að hafa léttari mat um áramótin.  Gjarnan villibráð. Á girnilegan bita af hreindýri í kistunni.....og líka andabringu. Nú er bara að ákveða sig.

Vona að allir séu saddir og sælir.

Utan úr myrkrinu berst rifrildi...............jólin fara greinilega misvel í fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

fingur? Nei, tíu kokteilspylsur! Af svipuðum/sömu ástæðum

Beturvitringur, 25.12.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skelfing............en þó var þetta allt svo gott. Þetta er ekki sérlega hollt.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er með eðlilega fingur og lipra sem unglings..  Ég borða reykt og saltað kjöt í hófi og aldrei tvo daga í röð.  Ég hef aldrei haft smekk fyrir svínakjöti, finnst flest annað kjöt betra

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert þó ekki með fjárans gigtina?

Þú gerir mig svangan með þessu matartali, er þó átvaglið að háma í mig rúsínur!

En svei mér ef þú dekrar ekki við þessar dúllur þínar og kannski þá um of?

En þær vaska þó örugglega upp fyrir mömmu gömlu og eftir sjálfar sig?

Um hvað voru þessar raddir að rífast svo, þú gerir mig spenntan!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.12.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolla þú heppin

Magnús þetta er bjúgur !  Allt saltið maður.

Dæturnar eru ofdekraðar og latar.

Heyrði ekki orðaskil.........

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 01:34

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var og, kannast við fyrirbærið, fæ hann hins vegar á fótleggina. Vatnsdrykkja í meira lagi og hreifing, er það ekki til mótvægis? En rosalegt að fá þetta eftir eina máltíð eða tvær!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.12.2008 kl. 02:56

7 Smámynd: Beturvitringur

Vatnsdrykkja, salt- og kryddsnauður matur, epli og hrísgrjón... vökvajafnvægi næst.

Beturvitringur, 26.12.2008 kl. 04:24

8 identicon

Hreifa sig og hreifa sig meira, rembast og hamast. Það er líka svo skemmtilegt. þá brennur þetta allt í maganum. Ef þið dælið bensíni á bílinn ykkar á hverjum degi án þess að aka honum neitt að ráði. Þá verða vandræði. Sama á við um líkamann.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 12:01

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þið kunnið öll ráðin.  Ég er afskræmd í framan!  Baugar og tárarennsli.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband