Jólaflóð

...............ég hélt mig væri að dreyma þegar ég steig fram úr rúminu áðan.    Hélt fyrst að ég væri komin á fjarlæga strönd.  En svo rann sannleikurinn upp fyrir mér.  Það var allt á floti.  En jólalegt!  

Fann strax skýringuna. Dóttir mín fór í bað áður en hún fór í vinnu í morgun.  Það hefur flætt hressilega uppfyrir hjá henni.  Allar mottur, handklæði og jafnvel rúmteppi voru rennandi á gólfinu.  Hún hefur reynt að þurrka eitthvað......en því miður vakti hún mig ekki.    Gólfið er ónýtt það er nokkuð ljóst. Maður frá tryggingarfélaginu á leiðinni.

Þetta var ekki á óskalista dagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þú hefur alla mína samúð. Við fengum einu sinni nýársflóð og varð að tæma íbúðina og þurrka. Þetta var rosaleg vinna, en tryggingafélagið reyndist vel í þessu tilviki.
Vona að allt gengur vel. Bestu kveðjur.

Heidi Strand, 26.12.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rakaskiljan komin í gang!

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Neddi

Þú getur þakkað fyrir það þetta var baðvatn en ekki klóakið eins og ég lenti í í haust.

En leiðinlegt samt gólfið skildi eyðileggjast.

Neddi, 26.12.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vala þetta er betra en bruni!  ( ég er náskyld Pollyönnu)

Neddi já.....hér hafa farið fram 3 stórar klóakviðgerðir...með tilheyrandi gólfbrotum!

Ég hefði heldur viljað þetta á öðrum tíma en jólunum.  En ég er vel tryggð.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Æjæ... en leiðinlegt.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.12.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, þetta var leiðinlegt.  Knúsaðu dóttur þegar hún kemur heim....hún er örugglega alveg miður sín

Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vona að tryggingarnar verði góðar við þig Pollyanna....og að þetta komist fljótlega í lag....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 15:03

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir "samúðarkveðjur".

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 15:08

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eina skiptið sem ég hef grætt á ævinni var þegar ég varð fyrir vatnstjóni. Tryggingarnar borguðu og þegar ég var búinn að gera við átti ég talverðan afgang. Vann að vísu alla vinnuna sjálfur.

Víðir Benediktsson, 26.12.2008 kl. 15:27

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir..............á nú ekki von á gróða!

Enda ætla ég ekki að vinna þetta sjálf.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 16:45

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆ ekki gott ad heyra.....Snúllan tín verdur örugglega midur sín.

Gangi ykkur vel med tryggingarfelagid....Knús til ykkar

Gudrún Hauksdótttir, 26.12.2008 kl. 18:33

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Drottning.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 18:44

13 Smámynd: Offari

Ég vona bara að þér gangi betur að eiga við tryggingarfélagið en mér gengur.  Annars á ég tölvert af parketi og flísum sem ég veit ekki hvort ég kem til með að nota.

Offari, 27.12.2008 kl. 02:25

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

En hræðilegt að lenda í svona vatnstjóni um jól.  Vonandi færður fullar bætur á tjóninu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.12.2008 kl. 02:28

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í betrunarvist til Borgundarhólms með stelpuótuktina hið snarasta!

Eða allavega láta hana borga ef tryggingarnar gera það ekki!

Alltílagialltílagi,á ekki að vera svona grimmilegur á jólunum, hun fær ekki að fara í bað næstu þrjár vikur þá, mesta lagi í sturtu og ef baðbanni yrði aflétt, þá færi hún aldrei án eftirlits!

En ljótt af Örlaga-Valda að fara svona með þig!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 02:34

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari við skoðum þetta í rólegheitum

Jóna Kolla þetta hefði mátt gerast á öðrum tíma

Mangi minn við sendum Örlaga-Valda til Brimarhólms

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 03:42

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf skal móðureðlið sigra skynsemina!

Hvað ef túttan myndi næst sitja reykjandi í baðinu, dreymandi um einhvern dengsaling og kveikja svo bara í þannig að þú kæmist ekki sjálf í bað næstu þrjár vikurnar? SEgðir líklega bara "skamm elskan, ekki gera þetta aftur"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband