Maður ársins 2008

...............Hörður Torfason er vel að titlinum kominn.  Hann hefur haft veg og vanda að mótmælafundunum á Austurvelli og ávallt lagt áherslu á að þau séu friðsamleg.  Hafi hann þökk fyrir.

Einnig ber að þakka þeim sem staðið hafa að borgarafundunum Gunnari Sigurðssyni, Davíð og fleiri.

Þetta eru hetjur ársins.

Nú malar GHH í sjónvarpinu og mér finnst það bara pínlegt.  En hann talaði um baráttuandann í Íslendingum og engin hætta er á að sá andi verði ekki virkjaður á nýju ári.   Vonandi fer Geir í laaaangt frí 2009.


mbl.is Hörður Torfason maður ársins á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Sammála þér. Hörður barðist líka fyrir Paul Ramses í sumar.
Geir gleymdi að kveðja með að segja að þetta var síðasta áramótaræðan hans í sjónvarpinu.

Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 20:49

2 identicon

Hörður Torfa er dugnaðarforkur og sem listamaður er hann því miður stórlega vanmetinn.

Ég hlustaði ekki á Geir

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Hörður er duglegur. Fínn listamaður

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Maður ársins er Hörður Torfa Hann er einhverskonar heimaræktað afbrigði af snillingi og mannvini   Það eru ansi góð öfl sem fylgja honum og umlykja hann, lýsir af þeim og ljómar í Íslensku skammdegi......Húrra  Húrra  Húrra

Áramótaræður hef ég aldrei hlustað á en myndi kannski hlusta á næstu áramótum ef einhverjum alþýðumanni væri gert það kleift að segja fáein orð af skynsemi og hjartahlýju.  Bara svona eitthvað stutt og laggott, án þeirrar froðu sem ávallt sést í munnvikum hinna sem alltaf eru blaðrandi yfir okkur án þess að nokkur hafi beðið þau að segja eitt einasta orð meir......Ekki meir Geir

Máni Ragnar Svansson, 1.1.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband