Alíslensk hryðjuverk.

...................Í fréttum Stöðvar 2 var sagt frá alíslenkum hryðjuverkum.  Ég táraðist því mér þótti þetta grimmilegt.   Íbúar Sels á Akureyri voru teknir af heimili sínu og fluttir nauðungarflutningum í Kristnes.  Nú hefur gamla fólkið ekki lengur sín einkaherbergi heldur verða að deila með öðrum.  Það missir starfsfólkið sem það þekkir og hefur sinnt því til þessa.  Þetta er skelfileg meðferð á fólki. Ómannúðlegt og ófaglegt. Ófyrirgefanlegt.

Veit samt að því verður vel sinnt á Kristnesi.

Helvítis fokking fokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að þetta sé bara byrjunin, ef okkur tekst ekki að stöðva þetta lið

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Kannski ekki hryðjuverk, en ótrúlegur kvikindisskapur!

Hallmundur Kristinsson, 6.1.2009 kl. 20:55

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er Akureyrarbæ til skammar, og ég tek undir með þér, þetta er ófaglegt og ómanneskjulegt.

Haraldur Davíðsson, 6.1.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Offari

Helvítis fokking fokk.  

Offari, 6.1.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er ekkert annað en ljótt þó að það jafnist ekki á við þann viðbjóð sem er látinn óáreittur hinu megin á hnettinum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst amaríkanserað og brotið niður heilbrigðiskerfið og nú á að láta kné fylgja kviði!

Og hvers vegna eru auðmenn landsins nánast stikkfríir! Á að láta gamalmenni og sjúklinga blæða! Ástandið í þjóðfélaginu er vægast sagt súrrealískt. Og enn styður flokkur sem á að heita félagshyggjuflokkur illvirkin!

Að þessu sinni fellur Sjálfstæðisflokkurinn einnig á sínu gamalkunna bragði. Vonandi verða kosningar sem allra fyrst. Kjörkassarnir munu tala.

Jóhann G. Frímann, 6.1.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....kjörkassarnir...tsk tsk tsk...

Haraldur Davíðsson, 6.1.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já við eigum eftir að sjá meiri "aðgerðir" af þessu tagi. Þetta fólk er byrjað að greiða reikninga útrásarvíkinganna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 22:21

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf talað fyrir innritunargjaldi á sjúkrahús nú er það að bresta á.  Svo virðist eiga að loka Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði.  Þetta er bara að byrja.   Nei það er ekki hægt að jafna þessu við Gaza sem er helvíti á jörð en ljótt er það.

Við þurfum að kjósa sem fyrst.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 22:48

9 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Láta þá reyna á VG og SF????Ekki vil ég það,frekar en þá sem eru nú...Reynum að eiga góða nótt...

Halldór Jóhannsson, 6.1.2009 kl. 22:52

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bara taka af allan vafa þó ég tilheyri ekki meirhlutanum í bæjarstjórninni. Þetta er á ábyrgð ríkisins en ekki Akureyrarbæjar. Hann á víst nóg samt þó honum sé ekki kennt um níðingshátt ríkisstjórnarinnar.

Víðir Benediktsson, 6.1.2009 kl. 22:55

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Helvítis fokking fokk.

Víðir Benediktsson, 6.1.2009 kl. 22:55

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir mér datt ekki í hug að þú værir sekur!  Sá að Unnur frænka mín í Seli var reið í kvöldfréttunum.

Halldór við þurfum bara allt annað en við höfum góða nótt.

Og svo kom í kvöldféttum að foreldrar sem koma með börn sín á Bráðamóttöku barna eru rukkuð um rúmar 8 hundruð krónur sem er nýtt gjald. Ég þekki það að margir forelrar þurfa æði oft að fara þar í gegn.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 23:24

13 Smámynd: Rannveig H

Helvítis fokking fokk Maður er annaðhvort bullandi reið eða sorgbitin og leið allt á sama deginum vonleysið fyrir hönd okkar allra grípur mann. Ég veit svei mér ekki hvar þetta endar.

Rannveig H, 7.1.2009 kl. 00:31

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rannveig þetta er rétt að byrja................en ég er orðin svooooooooo þreytt.

Helvítis fokking fokk

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 00:43

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, eins og þetta er nú leitt já, skil ég ekki alveg hví þú og fleiri, jafnvel virðulegur varabæjarfulltrúi í vórum bæ, (eða þannig) skulið vera að grípa til heldur kjánalegra blotsyrða á engilsaxnesku, hvað er eiginlega svona gott eða merkilegt við það?

Botna bara ekki baun í hví hver bloggarin á eftir öðrum er að éta þetta upp!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 00:46

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús engilsaxneskuna lærðum við í Áramótaskaupinu!

Tinna þetta er bara að byrja.....kreppan er að byrja. Ég kvíði líka framhaldinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 01:21

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eitt gleymist gjarnan í þessari umræðu.....fólk  borgar oft mjög vel fyrir þessa vistun. Ég þekki dæmi upp á tæpar 3hundruð þúsund á mánuði.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 01:34

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ooh, menn voru byrjaðir á þessu löngu áður en skaupið kom til.

En skiljanlegt að þér og fleirum sé ekki um sel með Sel og fleira sem kann að koma í ljós, þó hryðjuverk sé nú helst til of stórt orð. Og svona hreppaflutningar á öldruðum og/eða sjúkum eru ekki alveg nýjar af nálinni, rámar í svona meira að segja milli Akureyrar og Blönduós eða áætlunum allavega í þá áttina fyrir einhverjum ekki of mörgum árum.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 09:55

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Maður á bara ekki orð - flytja gamla fólkið og setja það í herbergi með öðrum  það er engin hugsun á bak við þetta - en kannski sparast einhverjar krónur á þessu.

Sigrún Óskars, 7.1.2009 kl. 10:52

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og kerfinu var rústað í dag

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 18:30

21 Smámynd: Sylvía

spörum á börnum og gamalmennum sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér...

Sylvía , 7.1.2009 kl. 20:27

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nákvæmlega Sylvia

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband