18.1.2009 | 11:58
Fólkið er að fara.
,,,,,,þetta er daprasta fréttin í dag. Landflóttinn fer að skella á af fullum þunga. Þeir sem fara eru ungt fólk sem á auðvelt með að fá vinnu á Norðurlöndunum. Vel menntað fólk. Sumir koma aldrei til baka.
Ég ætla að hugsa minn gang aðeins áfram en það er ekkert "bara" að fara úr landi með unglinga á skólaaldri. Og geta kannski hvorki leigt eða selt húsnæðið.
Það er tvennt sem gæti hægt á brottfluttningi. Við eigum með öllum ráðum að halda fólki í landinu. Við getum tímabundið stytt vinnuvikuna td um 5-10 tíma og látið atvinnuleysisbætur greiða það sem á vantar. Og við gætum boðið fólki að fara fyrr á eftirlaun. Ég veit að þessari tillögu um eftirlaunin hefur þegar verið hafnað. En þetta gæti bjargað einhverjum.
Aukinn útflutningur á búslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju detta ráðamönnum landsins aldrei í hug svona einfaldar og góðar lausnir ? Farðu í framboð og ég mun kjósa þig. Í alvöru !
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.1.2009 kl. 12:16
Tek undir þetta. Betra að lækka starfshlutfall hjá öllum á vinnustaðnum, en senda nokkra heim í atvinnuleysið.
Nú ræðum við um hvort ísland eigi að ganga í Evróðusambandið, en margir virðast ætla að flytja í Evrópusambandið.
Jón Halldór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 12:26
Þetta er það sem er búið að gera í öðrum Evrópulöndum í áratugi. Að stytta vinnuvikuna og setja fólk fyrr á eftirlaun, til að fleiri komist að í vinnu. Man eftir að hafa séð nákvæmlega þessi sömu rök frá Frakklandi fyrir mörgum árum. Þar er fólk vant því að atvinnuleysi sé í tveggja stafa tölu. Og einmitt þess vegna eigum við ekki að líða svarta vinnu.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 12:27
Það er rétt - þú átt alveg erindi í framboð Hólmdís.
Sorglegt ef fólk er að fara úr landi
Sigrún Óskars, 18.1.2009 kl. 13:34
Vonandi verður landflótti innan valdamannstéttanna. Græðgisfíklarnir ættu líka að fara, en ekki fyrr en þeir hafa verið dregnir fyrir dóm og látnir endurgreiða það sem þeir hafa látið almenning borga til að þeir gæti lifað eins og ... fégráðugir lúxusvitleysingar
Eygló, 18.1.2009 kl. 14:19
Hvað ætli Vanuatu taki við mörgum?
Við verðum að bregðast við. Það er betra að halda hlutastarfi og fá svo atvinnuleysisbætur heldur en að sitja í aðgerðarleysi.
Lífeyrissjóðirnir vilja ekki að fólk fari fyrr á eftirlaun.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.