Siðeitrun

...........það er orð sem mér dettur æ oftar í hug.  Hvergi til nema í kollinum á mér.  Mér dettur þetta í hug við hverja fréttina af annari.  Ákvað að koma orðinu frá mér og vita hvort það hverfur ekki úr hausnum á mér. Ástandið hér undanfarin á hefur verið eitrað. Spilling, siðferðisbrestur, siðleysi, dómgreindarleysi eru orðin sem lýsa Íslenskum veruleika undanfarinna ár. Nú þurfum við  siðaskiptin hin síðari og afeitra bankana og stjórnkerfið.

Svo get ég sagt ykkur að það verður útiskemmtun á Austurvelli klukkan 13:00 á morgun og er fólk hvatt til að mæta með sín hljóðfæri potta og pönnur og láta heyra í sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flott orð sem felur öll hin í sér og útskýrir nauðsynina á siðbótinni sem hér þarf að fara fram. Vona að skýrt upphaf hennar markist á morgun... á útiskemmtuninni á Austurvelli

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er gott orð sem lýsir ástandinu í þjóðfélaginu vel.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.1.2009 kl. 02:13

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Siðeitrun er gott orð, ósvífnin er algjör.

 Sjáumst á morgun.

Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 03:08

4 Smámynd: Offari

Ég vill kalla ákveðna menn þjóðníðinga.  En það er auðvitað siðeitrunin sem kom þeim á bragðið.

Offari, 20.1.2009 kl. 08:00

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Get því miður ekki verið á Austurvelli í dag

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eins og mál þróuðust, segi ég nú bara frekar sem betur fer, nema að þú hafir verið kvödd til í ruglið og ringulreiðina að hjálpa sárreiðum og eygðum mótmælendum!?

Og hver ber svo ábyrgð núna, löggan, stjórnin eða þeir sem boðuðu til þessa, "Raddir fólksins"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 17:48

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En orðið er jú ágætt.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband