20.1.2009 | 13:37
Snjall sýslumaður.
....................Ég held að Stónsarinn sé að mótmæla ástandinu á sinn hátt. Og vekur sannarlega athygli. Ég held að hann sé að vekja athygli á að enginn alvöru fjárglæframaður hafi verið handtekinn. Auk þess vekur hann athygli á versnandi stöðu almennings og bíður eftir fyrirmælum um hvernig ber að taka á því. Því þrátt fyrir blíðmælgi ríkisstjórarinnar hafa ekki verið settar leiðbeinandi reglur um hvernig eigi að taka á auknum vanskilum almennings í kreppu. Ég held að honum hafi aldrei dottið það í hug í fullri alvöru að handtaka tæplega 400 manns.
Ég held að það ætti að færa hann til í embætti og gefa honum veiðileyfi á alvöru skúrka.
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef hann var með þetta í huga er hann ótrúlegur klaufi, hótanir af þessu tagi skrifast á embættin og það er ekki gott, embættin halda gildi sínu þrátt fyrir fíflin sem gegna þeim. Hafi hann ætlað að vera aðgerðasinni með þessu, hefði hann frekar átt að hafna aðfararbeiðni bankanna.....
Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 13:46
Sammála Haraldi, þessi "stónsari" á að víkja og einnig dómsmálaráðherra.
Að gefa út handtökuskipanir á 5% af sýslunni.... þetta er geðveiki.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:55
Þraut er að hnekkja vanans valdi,
vekja eld í blautum hrís.
Búa einn í opnu tjaldi,
einkum þegar jörðin frýs. (heiðarbúinn)
Jón Ingi Kr (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:24
Ég hef einmitt sömu skoðun á stónsaranum. Að þetta hafi einmitt verið leið hans til að mótmæla ástandinu með því að benda á fáranleikann.
Offari, 20.1.2009 kl. 15:17
Öðruvísi vínkill á þetta hjá þér Hólmdís mín, en hér í sveit eru menn ekki kátir, ekki það að mér finnist ekki að fólk eigi að borga eða semja um skuldir sínar, heldur er aðferðin full gróf.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 15:42
Góður vinkill á þetta hjá þér Hólmdís og ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.
Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 16:26
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:26
Frá fyrsta degi hef ég legið flatur fyrir höfundi þessarar síðu vegna þess spriklandi gárungs sem í honum býr í bland við góðan skammt af gáfum og góðu hjartalagi! (að ekki sé svo minnst á alla fegurðina!) Þessi færsla sýnir þetta allt svo ekki verður um villst!
TEk svo á mig alla sök ef roði hefur óvart rokið á kinn svo vandræðalegt geti talist!
Annars minni ég enn og aftur á, að ÓHK er ekki bara mest "Rúllandi" sýslumaður á byggðu bóli, heldur er hann LANGMINNSTI sýslumaður heims og mun það verða skráð í heimsmetabók Guinnes fyrr eða síðar!
Og já, fín vísa hérna að ofan.
Magnús Geir Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 17:40
Nei hann er ekki að benda á fáránleikann, hann hefur ekki húmor fyrir slíku.
Burtu með þessa karla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 17:44
Hann hefur sannarlega húmor! Segi nokkra síðar.
Annað hvort er hann grjótharður frosinn embættismaður eða einstaklega snjall að láta taka viðtal við sig einmitt á þessum tíma.
Vil líka að hann fái viðtal vegna hans nýja verkefnis... að taka á alvöru skúrkum!!!
Eygló, 20.1.2009 kl. 17:51
Ég hef rangt fyrir mér maðurinn hefur hótað þessu áður
Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 19:31
Já, Hólmdís. Brosið bognaði niðurávið þegar ég sá fréttirnar og hugsaði einmitt að þar hefði sú vonin brostið.
Hann var þá ekki klókur embættismaður að sýna fáránleikann gagnvart almúganum heldur ótíndur napóleonari
Eygló, 21.1.2009 kl. 00:25
Nei Hólmdís þetta er ekki snilld!
Maðurinn er valda- og athyglissjúkur Sjálfstæðis-tittlingur með vott af mikilmennskubrjálæði. Við Árnesingar viljum ekki sjá hann!
Soffía Valdimarsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:40
Nei þetta var engin snilld.....
Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2009 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.