23.1.2009 | 16:33
Auðvitað halda mótmælin áfram.
Hér hefur ekkert gerst sem stöðvar mótmælin. Jafnvel þótt búið sé að ákveða kosningar í vor. Enginn hefur enn axlað ábyrgð og sama fólkið situr í öllum embættum.Er búið að skipta um stjórn FME og SÍ? Hélt ekki.
Ég óska bæði Geir og Ingibjörgu góðs bata og velfarnaðar í framtíðinni. Og engin ástæða til að ætla að þau nái ekki fullum bata. En við getum ekki látið af kröfum okkar af samúð við þau. Mér sýnist fólk vera að ruglast dálítið í ríminu vegna veikinda þeirra.
Ríkisstjórnin á að segja af sér strax.
Róleg mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 270708
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvað viltu að verði gert? Á að setja Geir og ISG á Kvíabryggju?
Viltu kannski fá Steingrím J við stýrið?!
Farðu heim að sofa og athugaðu hvort þú verðir ekki aðeins ferskari á morgun.
Freyr (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:46
Ég vil utanþingsstjórn
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 16:53
Veist þú hvað utanþingsstjórn er?! Og hverja vildirðu sjá í henni?
Freyr (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:06
Mér finnst þetta að vísu ágæt lausn með kosningar í vor, hefði frekar viljað sjá þær næsta vetur því það hefði sennilega verið skynsamlegra en ég sætti mig þó við milliveginn. Kannski ættu mótmælendur að gera það sama og koma til móts við okkur sem vilja ekki rugla til í stjórnmálum núna.
Axel (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:11
Hélt ekki... hættu bara að google-a þetta. Þú verður a.m.k. að vita hvað það er sem þú ert að heimta.
Freyr (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:17
Nei ertu hér enn Freyr. Já ég veit hvað er utanþingsstjórn og það er til nóg af fólki sem ekki er rúið trausti til að sitja í henni. Núverandi ríkisstjórn er gersamlega rúin trausti.
Axel ég vil rugla í stjórnmálunum núna....
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 17:25
Þetta er náttúrulega týpískt... hér er beðið um neyðarstjórn, viðkomandi veit líklega ekki hvað það er og enginn hefur hugmynd um hver á að vera í þeirri stjórn (né hver kærir sig um það).
Þætti gaman að fá staðfestingu á vitneskju þinni með því að þú svaraðir þá bloggheimi hvað neyðarstjórn sé. Og svo hver ætti að vera þar...
Freyr (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:29
Í stjórnarkreppu er það forseti sem skipar utanþingsstjórn. Sú stjórn situr þar til starfhæf ríkisstjórn er mynduð. Ég vil þetta frekar en að núverandi stjórnmálamenn allra flokka myndi þjóðstjórn. Persónulega myndi ég helst af öllu vilja sjá erlenda sérfræðinga til að stýra landinu næstu mánuði.
Þorvaldur Gylfason, Stefán Ólafsson, Hulda Gunnlaugsdóttir og fleiri nöfn koma upp í hugann þegar Íslendingar eru skoðaðir.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 17:48
Það eru nú ákveðin lög til um það Freyr, sjáðu þetta.
24. grein stjórnarskrár Íslands.
" Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags."
Það er öllu hugsandi fólki ljóst að við erum að lifa tíma þar sem allt riðar til falls Freyr, og ef þú sérð ástæðu til að treysta fullu bílstjórunum til að keyra áfram, þá skaltu endilega taka þá afstöðu næst þegar Sjálfgræðisflokkurinn leyfir þér að kjósa sig og verði þér að góðu.
En flokkakerfið er úr sér gengið og hefur verið lengi, til uppljómunar þér og öðrum eins þenkjandi má benda á stórgóða bók sem heitir Löglegt en siðlaust, sem tekur út leynda þræði spillingar og stjórnmála á Íslandi, og forheimsku þeirra sem horfa með blinda auganu.
Einnig má benda þér Freyr á mynd sem getur snúið uppá sannfæringu hörðustu frjálshyggjupésa og heitir Money Masters frá 1996, og skýrir út mikilvægi þess að losa okkur við tengsl stjórnmálalhagsmuna og viðskiptahagsmuna.
Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 18:02
Veikindi HANS eru nú helst að rugla fólk Hólmdís, ekki hennar. Og sumir að missa vitið af vandlætingu yfir hvössum viðbröðgum HT við veikindatíðindum Geirs.
En svo er nú líka rétt að undirstrika, að það er ekki búið að ákveða neinar kosningar 9. mai, þetta er enn sem komið er allavega einungis tillaga sjallanna!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 18:15
Heyr, heyr Hólmdís!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:53
Utanþingsstjórn: Vilhjálm Bjarnason, Indriða Þorláksson, Bjarna Benediktsson, Rannveigu Rist,.... Fyrst og fremst efnhagsmál. Annað getur beðið.
Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 20:06
Það er nóg af frambærilegu fólki í utanþingsstórn.
Takk fyrir innlit
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 20:10
Sammála þér Hólmdís.
Heidi Strand, 23.1.2009 kl. 22:08
Nei við hættum ekkert núna Kreppukarl.
Heidi ég kemst samt ekki á m0rgun verð að vinna
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 22:45
Að hætta núna væri að tapa því sem áunnist hefur. Ég skal mótmæla fyrir þig líka á morgun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:44
....og auðvitað er ég þér svo hjartanlega sammála Nurse Hólmdís Verst að við erum báðar að vinna á morgun...best að koma sér í bæli.
Sigrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:53
já nú liggur leiðin upp í rúm
Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.