Hver á að biðjast afsökunar?

                  Bloggheimar hafa logað í  dag eftir að MBL birti afbakað "viðtal" við Hörð Torfason.  Fólk gleypti þetta hrátt.  Ég legg til að fólk hlusti á viðtalið og biðji svo Hörð afsökunar á rætnum skrifum.  Morgunblaðið ætti líka að biðja HT afsökunar.

Sigur er ekki unninn enn.

Hvet alla til að mæta á Austurvöll klukkan 15:00 á morgun.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lifi eldhúsáhaldabyltingin.  Ég mun mæta á morgun eins og venjulega.   Ég held að fæstir hafi nennt að hlusta á viðtalið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 03:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú mótmælir fyrir okkur Sigrúnu

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 03:20

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hefur þú hlustað á "viðtalið" og ef svo er semsagt eitthvað nýrra en kom í fréttum í kvöld viltu þá benda mér á slóðina á þetta nýja viðtal.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 03:55

4 identicon

Ég bjóst alltaf við því að þeir fáu stuðningsmenn X-B og ríkisstjórnarinnar sem eftir eru biðu eins og veiðimenn eftir að finna höggstað á mótmælendum og loksins þegar þeir þóttust hafa fundið eitthvað óljóst, þá er hafin hin harðasta skothríð. Mér finnst reyndar hlægilegt hvað þessir ormar eru himinlifandi yfir að hafa loksins fengið átyllu til að reyna að klekkja á Herði.

Geir sagði af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins vegna veikinda en honum finnst hann ekki þurfa að segja af sér sem forsætisráðherra af sömu ástæðu. Það finnst hans liði vera allt í lagi. Finnst honum semsagt sjálfstæðisflokkurinn meira krefjandi en stjórn lands og þjóðar? Segir það okkur ekki eitthvað um það hvernig þessir kallar hugsa?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:17

5 identicon

Innsláttarvilla í fyrstu línu. Átti að vera X-D.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:34

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Veistu það Hólmdís að ég ætla ekki að biðja Hörð afsökunar. Hann er að predika nýja siðfræði og hann verður að fara eftir því sjálfur ef hann á að vera marktækur. Hann fór fram úr sér í gær og ætti að viðurkenna það. "Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skulið þér og þeim gjöra" Það var kannski fullgróft af mér að fara fram á að hann segði sig frá þessum mótmælum en hann mætti alveg biðjast afsökunar. Ég hugsa að honum yrði fyrirgefið strax. En sannarlega voru þessi ummæli hans óheppileg.

Víðir Benediktsson, 24.1.2009 kl. 08:52

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég segji bara innlitskvitt í dag .Er svo treitt á öllum tessum útúrsnúningum og hvad sýnist hverjum í hverju máli.og öllu  ofbeldi vid mótmælin púnktur

Eigdu góda helgi

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:10

9 Smámynd: Eygló

Veit ekki neitt en er forvitin. Veistu nokkuð hvar maður getur fundið viðtalið?

Eygló, 24.1.2009 kl. 12:54

10 Smámynd: Offari

Ég er sammála Kristjáni hér fyrir ofan. Sjálfur hef ég tekið þátt í sjónvarpsviðtali þar sem svör mín voru látin líta út sem svör við ummælum manneskju sem ég hef aldrei talað við. Það er blendinn hugur gagnvart Geir því þrátt fyrir þær óvinsældir sem hann hefur í dag, Á hann að baki mörg góð verk en því miður brást hann trausti þjóðarinnar þegar verulega hamfararirnar gerðust.

Það má vel túlka orð Harðar sem að hann sé ósáttur við að Geir hafi ekki sagt af sér vegna mótmælana. Mótmælin eiga samt þann sigur að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara að efir vilja lýðræðisins með því að kjósa í vor. Ég óska Geirs alls hins besta í komandi lífi með von um bata og langlífi.

Offari, 24.1.2009 kl. 13:10

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hörður hefur beðist afsökunar og er maður að meirifyrir vikið. Ég tek hann aftur í sátt. Mönnum geta orðið á mistök og virðingavert þegar menn sjá að sér.

Víðir Benediktsson, 24.1.2009 kl. 17:00

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Viðtalið er á bloggi Kreppukarlsins. Ekkert þar fer fyrir brjóstið á mér en hann var klaufalegur. En viðtalið sem birtist á mbl.is var ekki gott.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 17:33

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann baðst afsökunar þannig að hann sá eftir því sem hann sagði, gott mál, ég er sátt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:20

14 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Eina sem ég bið bloggara um,.........með leyfi þínu....... er að vera ekki með þennann sorakjaft á einstaklinga eins og hefur verið hjá nokkrum þeirra,sem ég kíkti á í gær eða fyrradag.Sérstaklega einni..Þó að þeim sé illa við ráðamenn eða mótmælendur....Með kærleikskveðju......Áfram Ísland.

Halldór Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 20:31

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís það er meira en nokkur ráðamaður gerir.

Sammála þér Halldór  Áfram Ísland

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband