Matarkarfan hefur hækkað um 5 - 13 %

..............Kannski búsáhaldatrommufólk eigi erindi við kaupmenn?  Mig grunar að þessar hækkanir séu ekki allar bráðnauðsynlegar nú þegar fólk hefur í vaxandi mæli úr litlu eða engu að spila.

Krónan hefur hækkað mest, Nóatún minnst.

Mig grunar að margt hækki í skjóli kreppu.

Þaf ekki að herða eftirlit? Kannski gott djobb fyrir fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra. Þarna gætu þau komið að gagni fyrir þjóðina.

Höldum vöku okkar.









« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held þú hafir rétt fyrir þér. Kaupmenn tóku góðan kipp þegar núllið var sneitt af krónunni í den. Svo er þetta með hilluverð og kassaverð, þar blómstrar græðgi kaupmanna. Það sagði mér kona sem flytur inn ákveðna vöru og Hagkaup selur í smásölu að hún varð að lækka verðið því Hagkaup leggur 300% ofan á innkaupsverðið. Sel það ekki dýrara en ég keypti það eins og Gróa sagði.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rut ég er sannfærð um að matarverð gæti verið lægra. Það sést best þega allt að 100% verðmunur getur verið á sömu vöru á milli verslana.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verðum bara að beina búsáhaldabyltingunni í þennan farveg núna

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband