Ég hef fulla trú á Jóhönnu

.....og hún er eflaust sá stjórnmálamaður sem flestir Íslendingar treysta. Gaman að heyra hana svara fréttamönnum.  Það er nýr stíll. Hún talar mannamál. Hún fer ekki undan í flæmingi.  

Það er stutt til kosninga og þessi stjórn sem er að myndast á bara að vinna brýnustu verkin. Tryggja heimilin.  Skipta um stjórn seðlabanka.  Ég vona að sem flestir ráðherrar verði utanþingsfólk.  Það er eina leiðin til að tryggja frið í samfélaginu. 

Þjóðin mun halda vöku sinni. Það er nóg af pottum og pönnum í landinu ef á þarf að halda.

Það sést á fréttum að ráðherrar Sjálfstæðisflokks eru hreint ekki hættir.


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já það er mjög líklegt að hún hugsi um kjósendur á síðast korterinu fyrir kosningar.

Offari, 28.1.2009 kl. 18:11

2 identicon

Mannamál? hún iðaði eins og henni væri mál að míga og svaraði eftir því.  Hvernig er hægt að vera nær Evrópu með VG sem er sá flokkur sem ætti að vera ólíklegastur til að fara í ESB heldur en sjálfstæðisflokknum? Nei þetta er ekki mannamál frekar en allt annað frá samspillingunni

haffi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:58

3 identicon

Nú  hvar eru rökin fyrir ESB aðild?  Er það langvarandi atvinnuleysi?  Er það til lengdar óhagkvæmur gjaldmiðill?  Er það að færa ákvörðunartöku úr landi? Er það til þess að vera eins og hinir?  Hvar eru þessi rök sem þú rökræðir?  Og heilaþvottur?  Aðeins samspillingarfólk er heilaþvegið enda fráleitt að jafn sundurstíga fólk geti farið í einn flokk en samt nokkuð gott að það er bara sundrun í þessu spillingarbæli.

haffi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhanna er ágæt svo langt sem það nær. Hún hefur þó ekkert í það ástand sem ríkir núna. Enginn samfylkingarráðherranna ræður við ástandið sem er mjög alvarlagt.

Það er mjög auðvelt að tala um hvað fólk vill gera en spurningin er hvað er hægt að gera. Ég er hrædd um að Jóhönnu skorti það sem þarf til.

Með þessu er ég að taka ábyrga afstöðu en ég verða gera það því börnin okkar eiga að borga brúsann. Það er stunt af hálfu samfylkingar að setja Jóhönnu í forsvar rétt fyrir kosningar og ekki ætla ég að taka undir þá blekkingu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:18

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jakobína ég held að Jóhanna geti þetta.  Þetta er ekki mín óskastjórn.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 20:24

6 identicon

Einmitt Einar,  svona er rökin þín.  Hvernig ætlastu að rökræða við VG fólk með þessi rök þín? 

haffi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Persónulega er ég ekki sannfærð um að við eigum að ganga í ESB en ég vil að við skoðum það og kynnum rækilega og svo á þjóðin að kjósa

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 21:07

8 Smámynd: Sigrún Óskars

hef líka fulla trú á Jóhönnu

Sigrún Óskars, 28.1.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband